Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Hvernig gefum við tækjum einkunnir?

Hvernig gefum við tækjum einkunnir?

eftir Jón Ólafsson

Það umdeilanlegt hver sé “besta” aðferðin við að gefa tækjum einkunn og ætla ég því að útskýra lauslega hvernig þessu er hagað hér á lappari.com. Ekkert kerfi er óumdeilanlegt eða hafið yfir gagnrýni enda er þetta aðallega til viðmiðunar, ég get allavega fullyrt að þetta hefur verið rætt mikið í hópnum okkar og er aðferð sem við sættum okkur allir við.

Við erum þó opnir fyrir tillögum enda viljum við “besta” ferlið lesendum til hagræðis og hvetjum við því notendur að setja athugasemdir hér að néðan eða nafnlaust í gegnum þetta form.

Hér eru síðan almennar starfsreglur sem við setjum okkur.

 

Gæði er allt

Margir vilja meina að best sé hugsa bara til gæða tækisins í einni lokaeinkunn og bera allt saman útfrá því.

Bestu gæðin = 10     og   Verstu gæðin = 0

Þetta hljómar mjög einfalt en í okkar huga er þetta ekki alveg svona einfalt eða skilvirkt í framkvæmd. Með einföldun þá værum við með “besta síma í heimi” sem fengi vitanlega 10 og síðan mundum við bera alla síma við hann. Þá yrði umfjöllun öll samanburður milli besta vs rest sem líklega yrði leiðinleg og niðurdrepandi lesning ef þú ert ekki að leita þér að 200 þúsund króna síma.

Þá væri það lesendans að meta einkunn vs verð/kosta/galla og reyna átta sig á hvort að mögulega sé sími með 3 í einkunn sé góð kaup miðað við þann penning sem viðkomandi vill eyða í símtæki.

Ef ég gef mér að iPhone 5s sé besta símtæki í heimi, hversu áhugavert væri að lesa umfjöllun þar sem verið er að bera 20 þúsund króna síma saman við hann?

 

Við reynum að gera þetta fyrir lesendur.

Ég vill meina að við séum hæfari í þennan samanburð en notandi sem er að stíga sín fyrstu skref í snjallsíma/tækja heiminum. Við höfum fjallað um og prófað mörg símtæki (12 það sem af er 2013) og höfum við því samanburð sem aðrir hafa kannski ekki. Við treystum því að vanari lesendur geti litið á einkunnir á þann veg að þær séu leiðbeinandi og úthugsuð frá verði vs gæði (jafngildir virði fyrir notenda).

Vegna þessa erum við með aðskilda einkunn fyrir nokkur lykilatriði sem samanlagt gefur okkur lokaeinkunn. Eina sem við biðjum lesendur um að hafa í huga er dagssetning á viðkomandi umfjöllun. Einkunn er fengin út með samanburði við önnur tæki sem seld eru á sama tíma og úreldist mjög hratt.

Þó að símtæki fái háa einkunn þá getur vanur maður (power user) rennt í gegnum umfjöllun og áttað sig glögglega á því að kostir sem við teljum til eru þá oft í samanburði við símtæki í sambærilegum verðflokki.

 

Niðurstaða

Þegar við fjöllum um tæki þá reynum við að hugsa dæmið til enda og meta hvort að kostir viðkomandi tækis séu mögulega “bestir í heimi”…   miðað við verð.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira