Mér var að berast ábending sem margir lesendur hafa líklega áhuga á, sérstaklega ef þeir sinna viðskiptum við EES löng. Höfuðlénið .eu mun ná til EES landanna og er opið fyrir skráningar frá 8. janúar 2014.
Eftirfarandi var mér sent og birti ég það hér óbreytt með öllu:
—–
Brussel, 3. desember 2013 – Íbúar, fyrirtæki og stofnanir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES), þ.e. á Íslandi, í Liechtenstein og í Noregi eiga þess kost að skrá lénsheiti undir höfuðléninu .eu frá 8. janúar 2014. Þessi ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fylgir í kjölfar ákvæða í upprunalegu .eu reglugerðinni (EB 733/2002) sem gerir ráð fyrir að notkun .eu lénsins nái til evrópska efnahagssvæðisins.
„Við fögnum þessari jákvæðu þróun sem hefur legið í loftinu í nokkurn tíma,“ segir forstöðu-maður .eu skráningarinnar, Marc Van Wesemael. „Eftir því sem fleiri lönd og fyrirtæki njóta góðs af einstakri ímynd .eu lénsins styrkist staða þess. Ísland, Liechtenstein og Noregur hafa átt náin efnahagsleg tengsl við Evrópusambandið frá fyrstu árum þess. Í ljósi þess er eðlilegt að veita þeim aðgang að höfuðléninu .eu. Árlegar kannanir okkar leiða í ljós að .eu lénið er talið áreiðanlegt og verðmætt netauðkenni. Við erum þess fullviss að fyrirtæki og íbúar þessara landa verði fljót að átta sig á þeim kostum sem fylgja .eu höfuðléninu, meðal annars þeim öflugu öryggisferlum sem viðhafðir eru við stjórnun þess og gagnavörslu.“
Um .eu og EURid
Lénið.eu er meðal stærstu höfuðléna á heimsvísu og tengir saman 500 milljónir manna í 28 löndum ESB undir einu netkenni. Meira en 3,5 milljón .eu lénsheiti hafa verið skráð frá 2005. Mörg fyrirtæki nota .eu vefsíðu sem hentuga leið til að sýna fram á skýra evrópska samkennd og metnað í viðskiptum en meðal þeirra eru Fairtrade International, Foot Locker, Louis Vuitton, MAN samsteypan, Microsoft Corporation, Orangina og Toyota.
EURid er stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Hún hefur umsjón með .eu höfuðléninu að loknu útboðsferli og tilnefningu af hálfu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. EURid starfar með meira en 750 vottuðum skrásetningaraðilum og veitir stuðning á hinum 24 opinberu tungumálum ESB. EURid er skráð af umhverfisstjórnunarkerfi ESB sem er vísbending um skuldbindingar EURid gagnvart umhverfinu. EURid er með höfuðstöðvar í Brussel (Belgíu) og svæðisskrifstofur í Pisa (Ítalíu), Prag (Tékklandi) og Stokkhólmi (Svíþjóð).
Nánari upplýsingar hjá: http://www.eurid.eu.