Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Sverrir Björgvinsson

Föstudagsviðtalið – Sverrir Björgvinsson

eftir Jón Ólafsson

Frussu ferskur fössari og búið að hræra í enn eitt glóðheitt og seiðandi föstudagsviðtal….

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 25 í röðinni. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur og vona ég að það hafi ekki áhrif á viðmælenda minn að viðtalið birtist föstudaginn þrettánda.

Eins og stundum áður þá bauð ég viðmælanda að taka þátt sem er alveg á hinum endanum á tölvu- og snjallsíma skalanum miðað við mig. Þessi drengur heldur úti bloggi eins og ég en er harður Apple maður meðan ég hallast “líklega” aðeins meira að Microsoft lausnum.  🙂

Þetta er enginn annar en Sverrir Björgvinsson sem er eigandi og aðalpenninn á einstein.is sem flestir landsmenn kannast líklega við. Einstein.is hefur lengi verið í netrúntinum mínum og hef ég oft leitað í þessa vefsíðu þegar mig vantar fréttir eða hjálp og mæli ég með því að þú skoðir síðuna hjá honum hafir þú ekki gert það enn.

Ég hef kynnst Sverrir töluvert síðasta árið og er ávallt gaman að ræða ýmis tæknimál við hann, Sverrir hefur góða þekkingu og vilja til að hjálpa og leiðbeina sem er verðmætur kostur. Við “lendum” stundum í því að rökræða tölvumál og lausnir en það hefur alltaf verið á faglegum nótum og að mínu mati endað á þann veg að við endum oft báðir sammála um að vera ósammála sem er bara ágætis lausn.

En hættum nú þessu rausi og gefum Sverri orðið…

 

 

Hvert ert þú og hvaðan ertu?

Sverrir Björgvinsson, fæddist í Reykjavík sumarið 1984.

 

Við hvað starfar þú?

Ég er eigandi Einstein.is og meistaranemi í lögfræði.

 

Hvernig snjalltæki ertu með í dag?

iPhone 5 og iPad Retina 4G

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Helsti kosturinn er sá að þetta auðvitað örlítil smátölva sem kemst fyrir í vasa, og manni leiðist ekki lengur þótt það séu 10 manns á undan manni í bankanum. Með þetta og iPad þá þarf maður heldur að taka fartölvuna með í ferðalagið.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann

Vantar jailbreak á iOS 7. Ekki laust við að maður sakni Activator og BiteSMS (tvö vinsæl jailbreak forrit). Lyklaborð á snertiskjám eru heldur ekki nógu góð, maður skrifar ekki á þetta blindandi. Ég leysi þennan vanda reyndar með því að tengja þetta stórsniðuga Bluetooth lyklaborð við síma og iPad þegar ég þarf að rita lengri texta.

 

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Síminn nýtist ágætlega sem samskiptatól og almennur aðstoðarmaður, en iPadinn er mun gagnlegri við nám og vinnu. Ég nota hann til að lesa glósur í skólanum, finna heimildir fyrir greinaskrif, lestur dagblaða og margt fleira.

 

Hvaða öpp forrit notar þú mest í dag?

Quicksilver, 1Password og Textmate eru oftast opin hjá mér á Mac.

Þá eru iAnnotate PDF og HBO Nordic í mikilli notkun um þessar mundir á iOS.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 6110 árið 1999. Svakalega nettur sími.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

iPhone 5S. Erfitt að yfirgefa iOS.

 

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Einstein.is og Lappari.com. Er það ekki nóg til að fá tækniskammtinn? 🙂   Nei en grínlaust þá eru engar sérstakar síður í föstum nethring. Ég er með fjöldann allan af síðum í RSS áskrift. Ef ég er utan heimilisins og vil heimsækja einhverjar tæknisíður þá fer ég helst á AllThingsD, AppleInsider, GigaOM (sem gamall lesandi TheAppleBlog), Daring Fireball og ReadWriteWeb.

Fun fact:  Steve Jobs vildi upphaflega að iMac héti Macman, og var í fyrstu mjög mótfallinn iMac nafninu.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk kærlega fyrir spjallið og gleðileg jól. Minni lesendur á að kíkja inn á Einstein.is ef þeir hafa tíma og áhuga 🙂

 

 

Skjáskotið frá Sverrir:

sverrir_skjaskot

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira