Fyrirtækið Appia ehf var í dag að setja á markað nýtt spurninga forrit sem heitir 2know og mig langar að vekja athygli á en við hjá Lappari.com höfum verið að prófa það síðustu daga og vikur. Þetta forrit er fyrir Android síma og er komið í Play Store núna.
Í stuttu máli þá búa notendur til spurningaleiki og þeir geta verið með eða án ljósmynda og deila síðan með vinum sínum eða með heiminum. Ég sé töluverð tækifæri fyrir fyrirtæki sem geta búið til leiki þar sem hægt er að keppa um verðlaun í spurningaleikjum. Jafnvel enn meiri kostur fyrir kennara og skólastofnanir sem geta þannig miðlað heimanámi til nemenda á mjög áhugaverðan og gagnvirkan hátt.
Einnig er 2Know er frábær leið samkvæmt hönnuði til að:
- Brjóta upp dautt partý.
- Sjá hvort aðrir viti jafn mikið og þú um áhugamálin þín.
- Deila ferðalaginu þínu með vinum þínum og fjölskyldu á skemmtilegan og öðruvísi hátt.
- Láta reyna á hversu vel vinir þínir þekkja þig.
- Láta reyna á hversu vel vinir þínir muna eftir gærkvöldinu.
- Og hvers þess sem þér dettur í hug
Smelltu hér til að sækja forritið í Play Store