Heim ÝmislegtApple QuizUp tölfræði

QuizUp tölfræði

eftir Ritstjórn

QuizUp er nýr íslenskur  leikur sem hefur verið mikið fjallað um síðustu daga, gaman að segja frá því að Lappari.com var fyrstur til að birta fréttatilkynningu frá þeim í síðustu viku. Nýjustu fréttir herma að það hafa rúmlega ein milljón notenda sótt leikinn sem er stórkostlegur árangur, á hvaða mælikvarða sem er.

Það eru samt þrjú atriði sem hafa pirrað mig við umfjöllun tengda þessum leik og það er hvernig samanburður við önnur öpp, topplistinn í appstore og niðurhalstölur eru notaðar sem mælikvarði á velgengi.

 

Samanburður

QuizUp hefur verið borið saman við öpp eins og Dropbox, Facebook, Instagram, Twitter og FourSquare varðandi hversu fljót þau voru að ná 1 milljón notenda.

Það er sagt að QuizUp hafi verið sneggri en þessi öpp að ná milljón niðurhölum sem er rétt miðað við grein Business Insider en það eru samt nokkur atriði sem má alveg hafa í huga.

Flest þessi öpp komu á markað þegar mobile markaður var mun minni en hann er í dag en samkvæmt fyrrnefndri grein þá voru fyrirtækin stofnuð á þessum tíma

  • 2004 – Facebook
  • 2006 – Twitter
  • 2008 – Spotify
  • 2008 – Dropbox
  • 2009 – Foursquare
  • 2010 – Instagram

 

Samkvæmt gögnum frá Comscore þá hefur Mobile markaðurinn þróast á þennan veg síðustu árin og því einfalt að staðsetja fyrrnefnd fyrirtæki á þessa línu og átta sig á því hvað ég meina með þessu

 

Tekið af comscore.com

 

Þorsteinn Friðriksson forstjóri Plain Vanilla nefnir þennan punkt í Sunnudagsmorgninum (byrjar á 65:00) hjá Gísla Martein sem er ansi magnaður þáttur á RÚV. Þar nefnir Gísli að Angry Birds og Facebook hafi verið lengur að ná 1 milljón notendur en Þorsteinn bendir á að þeir hafi komið snemma í snjallsímavæðingunni þegar færri snjalltæki voru til… en hann er fljótlega þaggaður niður  🙂

Það er allavega er varhugavert að bera sig saman við stór öpp eins og Facebook í ljósi almennrar breytinga á netnotkun einstaklinga sem og fjölda snjalltækja frá 2004 – 2013.

 

 

Topp listinn í App Store

Ég fór aðeins á stúfana og reyndi að finna út hvernig þessir vinsældalistar í App Store eru uppsettir en þessi mynd barst mér hengt við fréttatilkynningu 16.11.2013 en þetta sýnir glögglega að QuizUp er númer eitt. Myndin heitir “QuizUp numer eitt í USA” gefur til kynna að þessi sími er þá stilltur á US markað.

 

QuizUp numer eitt i USA farsimamynd

 

Samkvæmt þessari mynd þá er QuizUp vinsælasta appið í flokknum FREE… en mér fannst æði áhugavert að sjá öppin sem komu fyrir néðan á þessari mynd eða Bitstrips > Playstation App og síðan Snapchat. En ef ég hefði birt þetta óskoðað á lappari.com þá hefði ég gefið lesendum hér til kynna að……  það sé tími til að fagna með starfsmönnum Plain Vanilla  !!!

 

Starfsmenn Plain Vanilla

Mynd fylgdi áðurnefndri fréttatilkynningu.

 

 

Ég fann iPhone 5 síma hér heima, uppfærði hann og opnaði síðan App Store og síðan Top Charts en þetta var myndin sem ég sá.

  1. Quizup
  2. Icy Tower Classic
  3. iTube Free
  4. Bitstrips
  5. Wax Chest Hair Game
  6. My Talking Tom
  7. Snapchat
  8. Krónan
  9. Shave Santa
  10. ElfYourself
  11. Elf Dance
  12. AliExpress
  13. SnapFX
  14. Instagram
  15. Hi Guess the Games
  16. Fit Body
  17. Facebook Messenger
  18. Dominos Iceland
  19. Sjónvarp Símans
  20. Street Food Chef
  21. 1000+ Wallpapers for iOS 7
  22. Guess the Movie
  23. Skype for iPhone
  24. Facebook
  25. Animal Nose Doctor

 

Quizup er sannarlega í fyrsta sæti en það sem vekur athygli mína er að Facebook appið er í 24. sæti > Instagram númer 14> Snapchat númer 7… er eitthvað vit í þessu miðað við að Facebook hefur 8-900 milljónir virkra notenda á mánuði (yfirleitt talað um MAUs eða monthly active users)…

Samkvæmt þessu lista er classic eins og “Wax Chest Hair Game”,  “Shave Santa”,  “Elf Your Self”,  “Elf Dance” og  “1000+ Wallpaper for iOS 7” mun vinsælla en Facebook sem þó er með svona marga virka notendur á mánuði….  Er einhver sem enn trúir því að það sé einhvert marktækt hægt að taka útúr þessum Top Chart ?

Þessi topplisti er samsettur með aðferð sem Apple hefur aldrei gefið upp en reyndir menn (t.d. Benedict Evans) segja mér að á bakvið þennan lista sé flókin formúla. Þessi formúla er byggð á nýlegu niðurhali á markaðssvæði viðkomandi notenda. Ásamt því að þetta er blanda úr öllum flokkum innan App Store þannig að mögulega fær Games fær 1-2 öpp > Social 1-2 öpp > o.s.frv. og röðum hvers flokks (hversu hátt hver flokkur er) er misjöfn eftir markaðssvæði og/eða áherslu hjá Apple.

 

Niðurhalstölur

Að QuizUp sé kominn með 1m niðurhöl er stórkostlegur árangur á svo skömmum tíma og ber að fagna honum en það vakna samt spurningar eins og hlutfall milli niðurhals og hversu margir accounts séu stofnaðir. Topplistar og niðurhalstölur gefa ekki til kynna hversu margir sækja appið, prófa og henda því síðan út aftur en mér finnst eini marktæki mælikvarðin vera hversu margir eru að spila leikin að staðaldri.

Þar sem Instagram er nefnt í fréttatilkynningu þá eru MAUs notendur á Instagram nú um 150 milljónir samkvæmt Business Insider.

 

Instagram er með um 150 milljónir virkra notenda

 

Ég býð spenntur eftir tölum frá Plain Vanilla og vona að þeir haldi áfram að geta borið sig saman við risana í bransanum þegar kemur að MAUs eða hversu margir virkir notendur appið hefur í hverjum mánuði. Ég man samt ekki eftir að Facebook sé monta sig á hversu margir milljarðar hafa sótt appið þeirra en þeir eru duglegir að monta sig á MAUs tölum enda raunhæfur mælikvarði á velgengi.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

2 athugasemdir

Bjarki 17/11/2013 - 23:52

“Quizup er sannarlega í fyrsta sæti en það sem vekur athygli mína er að Facebook appið er í 24. sæti > Instagram númer 14> Snapchat númer 7… er eitthvað vit í þessu miðað við að Facebook hefur 8-900 milljónir virkra notenda á mánuði”

Vil benda þína/ykkar eigin heimsku, það nota ekki 8-900 milljón manns App Store Ísland líkt og þú ert að nota í þessum saman burði, það er sér App Store fyrir hvert land fyrir sig og eins og sést vel á þessum lista þá er Krónan að standa sig rosalega vinsæl ef þú vilt meina að þetta sé aðal listinn frá Apple.

Ef ég fer með það rétt þá eru hátt í 150 App Store og þær sýna ekki sama vinældarlista, en þó er Quiz Up í fyrsta sæti í ansi mörgum, t.d USA – UK – Ísland

Líklega ástæða þess að Facebook er í 24 sæti á þessum lista er sú að meira og minna allir sem eiga iPhone í dag hér á landi hafa nú þegar sótt sér Facebook App-ið fyrir einhverjum vikum/mánuðum og að sama skapi mætti segja að það er ekki mikið um nýja notendur á Íslandi í dag til þess að koma Facebook App-inu ofar á lista.

Reply
Lappari 22/11/2013 - 15:49

Sæll Bjarki og þakka frábært innlegg en mig grunar þó að þú hafir misskilið færsluna aðeins…

Það stendur hvergi að það séu “8-900 milljón manns App Store Ísland” heldur stendur “Facebook hefur 8-900 milljónir virkra notenda á mánuði”… er það rangt?

Laukrétt hjá þér að FB er í 24 sæti vegna þessa en það gerir ekki inntak greinarinnar “heimskulegt” heldur sýnir okkur enn betur að samanburður byggður á þessum “spot” vinsældarlistum er ómarktækur.

Aðalpunktur í þessum pistli er að þó svo að það sé frábært að sjá mikið niðurhal þá eru MAUs eina marktæka mæling á hversu vel gengur og vonast ég til að fá tölur frá Plain Vanilla um það. Ég reikna með frábærum tölum miðað við fréttir síðustu daga og vikna.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira