Heim MicrosoftWindows Mobile Lappari á Flipboard

Lappari á Flipboard

eftir Jón Ólafsson

Í tilefni af því að Flipboard er komið á Windows 8.1 og nú loksins á Windows Phone þá er Lappar vitanlega kominn á Flipboard.

 

Það sem þú gerir til að fylgja okkur á Flipboard er að smella á þennan tengil en þá kemur upp sambærilegt vefsíða og þú sérð hér að ofan. Þegar hún er búin að hlaða sig upp þá smellir þú á subscripe.

Ef þú notar appið bara á iOS, Android eða Windows Phone þá er allt komið… reyndar líka ef þú notar Windows 8.1 appið en mig langar að sýna ykkur eitt auka skref sem ég mæli vel með á Windows 8 (eða WP).

 

Opnaðu nú Windows 8.1 appið sem þú sóttir og leitaðu að  “Lappari – Tæknimál og leiðbeiningar” sem ætti að sjást á forsíðu Flipboard.

 

Þá ertu kominn inn í Lappari tímaritið og nú strýkur þú upp frá botni til að opna valkost eða hægri smellir ef þú ert ekki með snertiskjá. Þá sést þessi valmynd eins og sést hér að neðan og þar smellir þú á Pin to Start.

 

flipboard1

 

Þá ertu kominn með flýtivísun á heimaskjá sem gefur þér greiðari aðgang í tímaritið ásamt því að hafa Live Tiles á heimaskjá.

 

Uppfært 24.10.2014 með tengill í WP appið.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira