Heim ÝmislegtApple iPhone nú formlega seldur á Íslandi

iPhone nú formlega seldur á Íslandi

eftir Jón Ólafsson

Tilkynnt var snemma í morgun samninga milli íslenskra fjarskiptafyrirtækja og Apple en fram að þessu hafa fyrirtækin þurft að kaupa þessi símtæki í gegnum milliliði í hinum ýmsu löndum með tilheyrandi kostnaði.

 

Þeir sem eiga iPhone í dag fagna þessu nú varla en við undirritun þessara samninga lækkar verð á iPhone 5c og iPhone 5s umtalsvert hjá Vodafone, Símanum og Nova en samkvæmt tilkynningu mun það gerast frá og með 13. desember næstkomandi.

Samkvæmt frétt á Viðskiptablaðinu:

 

Fréttablaðið segir í dag að útsöluverð muni lækkað allsstaðar. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segist í samtali við blaðið ánægð með samninginn enda Nova unnið lengi að því að ná beinum samningi við Apple.

Í tilkynningu frá Vodafone og Símanum segir að samningurinn muni hafa í för með sér byltingu fyrir eigendur snjallsíma og spjaldtölva frá Apple hér á landi þar sem þeir geti nýtt sér 4G-gagnaflutningsnet símfyrirtækisins. Það sama á reyndar við um fjarskiptafyrirtækin öll. Fram til þessa hefur þetta ekki verið mögulegt.

 

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Apple unnendur en núna geta mun fleiri keypt sér iPhone og vona ég að þetta hafi áhrif til lækkunar á verðin sem við íslendingar þurfa að greiða fyrir t.d. Samsung, LG, HTC og Nokia með aukinni verðsamkeppni. Einnig verður loksins 4G möguleiki fyrir iPhone notendur sem er löngu orðið tímabært enda orðið þreytt að stríða þeim á þessu.

Telja verður líka að endursöluverð á notuðum iPhone tækjum lækki umtalsvert í kjölfarið og því heyrir vonandi sögunni til að þurfa að borga 70-100 þúsund fyrir notaðan ársgamlan iPhone

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira