Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Þórður Helgi Þórðarson

Föstudagsviðtalið – Þórður Helgi Þórðarson

eftir Jón Ólafsson

ahhh  Fössari…..   og þá er kominn tími á föstudagsviðtalið. Þetta er partur af viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

Viðmælandi minn að þessu sinni er þungarviktarmaður á sínu sviði og sérlega skemmtilegt og hresst eintak en það var Þossi sem vildi sjá hann í Föstudagsviðtalinu núna. Ef þú hefur einhverntíma hlustað á útvarp og þá veistu pottþétt hver Doddi litli er. Hann er einn af fjölmörgum sem ég fylgist vel með á Twitter og lýsingin hans þar á sjálfum sér gefur örlítið til kynna hvernig það er: “Spilaði hátt í 100 leiki með yngri flokkum Njarðvíkur í Hand,fót og körfubolta án þess að skora mark eða stig. Beat that biatches!”

 

 

Doddi er ekki “bara útvarpsmaður” en hann er líka tónlistarmaður sem hefur meðal annars gefið okkur lög eins og “1,2 og Selfoss”, “Partý útum allt”, “Jamm” og vitanlega stórsmellinn “Hjálpumst að” sem ég leyfi mér að setja hér inn.

 

 

Ég hef uppgötva mikið af nýrri tónlist sem hann deilir á Twitter ásamt því að það er stórskemmtilegt að sjá hann “rökræða” um fótbolta. Hann er eins margir reyndir útvarpsmenn orðheppinn maður og ófeiminn við að tjá sig um flest milli himins og jarðar

Yfir til þín Doddi

 

Hver ert þú, hvaðan ertu og hvað ertu gamall?

Þórður Helgi Þórðarson, Njarðvík 260 og er 44 ára gamall

Dagskrágerðarmaður og tæknimaður

Lífsmottó?

Gera sem minnst fyrir mestan pening, gengur illa (vinn hjá ríkinu)

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows 7 held ég…

Hvað var fyrsti síminn þinn?

Ekki hugmynd, algjört drasl ca.7 kíló á 5 þúsund kall í einhverri búð sem er farin á hausinn.
Það var ekki einu sinni númerabirtir og samt var ég mjög seinn að fá mér síma.

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxi 3 held ég, var með LG og fannst það bara fínt en konan var ósátt með myndirnar sem ég tók af börnunum og kenndi símanum um og gaf mér þennan. Myndirnar í þessum eru helmingi verri svo það er vætnanlega ég sem kann ekki að taka myndir

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Þeir eru örugglega margir en ég er frekar nýlega búinn að fá mér hann og hef takmarkaðan áhuga á því að fikta í honum.
Það er gott hvað ég kem miklu af tónlist í hann miðað við LG-inn og podkasti og drasli og mun betra að fara á netið á honum.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Þetta helvítis kling þegar maður er að fikta í honum (örugglega hægt að slökkva á hljóðinu, nenni ekki að leita af því)
Og takkaborðið er drasl, ég get ómögulega sent sms.

Hvað hann er orðinn gamall og örmagna.
Ég hlusta á heilar plötur í símanum og nota ekkert tæki meira í það. Svo notar sonur minn símann til að hlusta á Eldfæri Góa þegar hann fer að sofa svo er ég að twitta þarna og kannski hringja og nota myndavélina (lélegu) mjög mikið bæði fyrir mig og vinnuna.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Nýjan LG (vegna þess að ég kunni á hann)

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Engri

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Eins og þið sjáið er ég eins langt frá því að vera tækninörd og þið eruð væntanlega gífurlega ánægð með að Þossi hafi valið mig en ég skal velja betur.

//Lappari: kemur í ljós á næstu vikum hvaða nöfnum Doddi mælti með… og þú hefðir alveg mátt ljúga því að þú lesir alltaf Lapparann en það er önnur saga

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira