Einn af góðkunningjum Lapparans vinnur sem forritari og er því frekar kröfuharður á lyklaborð. Ég get allavega með sanni sagt að Stefán Jökull hugsar töluvert meira um lyklaborð en ég geri og pælir líklega aðeins meira í þeim en gengur og gerist.
Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt og því áhugavert að fylgjast með honum og reyna á sama tíma, að átta sig á því hvað hentar við forritun og hvað ekki.
Til þess að gera þetta á fengum við lánað Microsoft Sculpt Ergonomic settið frá OK búðinni til að prófa. Hann Stefán mun verða með það næstu daga og vonandi endar það í allsherjar umfjöllun frá honum.
Eins og venjulega þá er Íslenskt þema í tónlistinni en núna eru það Sigur Rós með lagið “Ágætis byrjun” af plötu þeirra sem heitir “Hvarf / Heim”.