Ég er að setja upp Windows 8 MediaCenter tölvu og vantaði að láta vélina sem er á Domain logga sig sjálfkrafa inn, sem sagt án þess að þurfa að slá inn kenni notenda. Ég fór því í smá tiltekt og er hér að endurvinna rúmlega þriggja ára gamla færslu sem ég var núna að prófa á Windows 8.
Ég er þannig búinn að staðfesta að þetta virkar á MCE2005 > WinXP > Vista > Win7 og núna Win8…
Logga réttan notenda inn í kerfið
Windows + R > skrifa Regedit og ýta á OK
Fara á eftirfarandi stað
HKLM>Software>Microsoft>Windows NT>CurrentVersion>Winlogon
Breyta/Bæta við eftirfarandi gildum… nýjum er bætt við með New String Value
- DefaultUserName /sett inn sem user eða domain\user ef vélin er á domain
- DefaultPassword
- AutoAdminLogin í 1 /(1 en ekki L).
Þá er bara að endurræsa og prófa en ég minni á að þetta minnkar öryggi vélarinnar mikið þar sem það er nóg að ræsa hana til að fá aðgengi að henni. Þannig væri hægt að opna Regedit og sjá user/pass en þetta er nú líklega í lagi á vélum sem fólk hefur takmarkað aðgengi að.