Heim ÝmislegtRitstjóri Er enn von fyrir Windows RT?

Er enn von fyrir Windows RT?

eftir Jón Ólafsson

Það hefur verið fjallað um eina Windows RT spjaldtölvu hér á Lapparanum en það var gert í Surface RT umfjöllun. Það er kannski nokkuð lýsandi fyrir áhugan á Windows RT, hann virðist einfaldlega ekki vera mikill.

Einu nýju RT vélarnar sem eru væntanlegar fyrir þessi jól er ný uppfærsla á Surface RT sem kom út fyrir ári síðan en hún mun heita Surface 2 og síðan er líklegt að Nokia komi með sína fyrstu spjaldtölvu. Við erum ekki lengur að sjá RT vélar frá Lenovo, Dell, Asus eða Samsung sem segir okkur að eina fyrirtækið sem framleiðir Windows RT vélar er Microsoft (þar sem fyrirtækið keypti Nokia nýlega).

 

Að mínu mati eru þetta sorglegar fréttir og fyrst og fremst Microsoft að kenna. Bæði vegna þess hvernig varan er og hvernig RT er enn markaðssett.

Það má segja að það séu tveir flokkar af Windows tölvum til

  1. Venjulegar Windows far- og borðtölvur og síðan hybritvélar eins og Surface Pro eða Acer W700 sem geta keyrt öll venjuleg forrit.
  2. Síðan eru það Windows RT vélar sem geta flest allt en nota eingöngu forrit úr Windows Store.

Hljómar einfallt en samt ekki skrítið að fólk sem ekki þekkir til finnist tilgangslaust að kaupa sér Windows RT tölvu sem getur ekki gert allt sem fólk er vant á Windows….
Microsoft hefur ekki komið því til skila að Windows RT geti verið takmarkað alveg eins og iPad eða Android spjaldtölvur hafa sínar takmarkanir.

 

Windows RT er spjaldtölvu stýrikerfi og ætti nafnið að endurspegla það

Ég vil því meina að Microsoft þurfi að endurhugsa Windows RT sem einfallt, hraðvirkt og léttkeyrandi spjaldtölvustýrikerfi í stað þess að reyna of mikið að geta gert allt sem Windows 8 getur gert. Ef Microsoft er að hlusta (sem ég efa ekki) þá legg ég til að þið endurskrifið öll öppinn í Metro umhverfið (eða fjarlægið þau), fjarlægið þar næst desktop og veljið annað nafn á stýrikerfið eins og t.d. Surface Cloud eða Surface Tablet.

Ég hef notað Windows RT vélar töluvert síðan þær komu á markað í fyrra og verð ég að segja að þetta eru frábærar vélar, standa að mínu mati mun framar en Android og iOS vélar að mörgu leiti. Sérstaklega þegar horft er til vinnu eða framleiðni þar sem allar Windows RT vélar koma með Office pakkanum með öllum þeim kostum sem því fylgir. Ég get tengst þráðlausa netinu heima hjá mér eða í vinnunni og tengst netdrifum, prenturum eða tengd USB lykla eða flakkara beint við USB tengið á spjaldtölvunni. Þetta virkar allt en vitanlega með sínum annmörkum sem er eðlilegt þar sem að þetta er spjaldtölvustýrikerfi.

 

rt-screenshot

 

Ég vill meina að Windows RT sé frábært stýrikerfi…. EF notandi er meðvitaður um að kerfið er hannað fyrir ARM örgjörfa sem miðar frekar að langri rafhlöðuendingu frekar en afköstum og að ekki er hægt að nota venjuleg x86 forrit. Þetta eru miklar málamiðlanir ef kerfið er borið saman við Windows vélar en ef RT er borið saman við iOS og sérstaklega Android þá er kostirnir fleiri. Aðal ókostur Windows RT samanborið við iOS og Android er að það er færri öpp til fyrir Windows RT en það er misjafnt milli notenda hvort það skipti einhverju máli þar sem að forrit sem fylgja ókeypis með get leyst flest allt.

 

Helsti ókostur Windows RT er stærsti kosturinn

Það er þægilegt að hafa hefðbundin Control Panel, Notepad, Powershell, CMD, Device Manager o.s.frv. en það er ruglingslegt að þegar þessi forrit eru opnuð, þá opnast þau í venjulegu Desktop umhverfi. Það hefði verið meira vit í því að halda nýja heimaskjánum sem er sameiginlegur með öllum Windows 8 útgáfum og endurskrifa þessi forrit fyrir snertiumhverfi (Metro).

Skoðum mín á Windows RT hefur því breyst frá því að ég prófaði Surface RT vélina fyrst því núna vill ég fjarlægja desktop hlutann úr RT vélum og leyfa Windows RT vélum þannig að einbeita sér að því sem þær gera best.

Windows RT vélar

  • eru með frábæra rafhlöðuendingu
  • geta spilað flest margmiðlunarefni án vandræða.
  • eru með USB tengi, HDMI tengi og þannig er margmiðlunarafspilun og skalanleiki til staðar.
  • styðja helstu tæki eins og prentara, mýs og lyklaborð sem heimili og fyrirtæki eru að nota og eiga fyrir
  • o.s.frv og o.s.frv.

Að mínu þarf sem sagt að skilja betur á milli virkni og kosta Windows 8 annars vega og síðan spjaldtölvu stýrikerfis hins vegar…..   síðan kemur á móti að Windows RT styður flest allar mýs og lyklaborð á markaðnum eins og fyrr segir og því Desktop kannski eðlilegur hlutur?
Þetta bætir allavega við flækjustigið sem fylgir Windows RT og Microsoft þarf að greiða úr þessu og einfalda Windows RT umlifun til muna.

Mögulega verður þetta ekki vandamál mikið lengur þar sem talið er mjög líklega að Windows Phone og Windows RT muni sameinast á allra næstu árum. Sá samrunni er nokkuð skiljanlegur þar sem skil á milli snjallsímakerfi og spjaldtölvukerfis er orðinn æði lítill. Sérstaklega þegar litið er til þess að næsti Windows Phone sími frá Nokia er talinn vera 6″ og því í Phablet flokki sem er á milli síma og spjaldtölvu.

 

Í ljósi þessa er líklega gáfulegast að…

  1. flýta sameiningu við Windows Phone og legg ég til að þeir noti nafnið Surface Mobile
  2. endurhanna RT umhverfið með tilliti til snertiumhverfis = afleggja desktop umhverfi
  3. Játa að Windows RT gekk ekki upp og einbeita sér að Windows 8 hybrid með Hasswell

Það er líka alveg spurning um tilganginn með RT þar sem nýji Hasswell örgjörvinn frá Intel er mun sparneytnari og öflugri en forverar sýnir. Sem dæmi um það er talið Surface Pro 2 verði með rúmlega 40% betri rafhlöðuendingu en Surface 1 þó svo að nýja vélin verði mun afkastameiri.

 

 

 

 

Svona í lokinn þá tók ég aðeins saman um Windows 8 og muninn á milli 8, 8 Pro, 8 Enterprise og 8 RT en stýrikerfið kemur út í fjórum útgáfum sem eru:

Windows 8 Enterprise

Er með öllum mögulegum kostum sem Windows 8 býður uppá en hefur ekki möguleika á Windows Media Center sem er eðlilegt því þessi útgáfa er bara fyrir fyrirtæki en ekki til heimanotkunar.

Windows 8 Pro

Er með möguleika á Windows Media Center ásamt öllum kostum Windows 8 Enterprise nema

  • AppLocker
  • Windows To Go
  • DirectAccess
  • BranchCache
  • Virtual með RemoteFX
  • Services fyrir Network File System
  • SubSystem fyrir Unix ættuð forrit

Svo sem ekkert óeðlilegt því einfalt að ætla að þessir kostir séu bara nauðsynlegir fyrir fyrirtæki

Windows 8

Er með öllu sem Windows 8 Pro er með nema

  • Bitlocker
  • Möguleika á Sideload´uðum öppum úr Store
  • Ræsa af VHD
  • Getur ekki tengst Domain
  • Því ekki Group Policy
  • Ekki Hyper-V stuðningur

Aftur ekkert óeðlilegt að sjá hér því þessir kostir hafa ekkert á venjuleg heimili að gera.

Windows 8 RT

Er með öllu sem Windows 8 er með nema

  • Styður ekki venjuleg Windows forrit, bara forrit úr Windows Store
  • Styður ekki Storage Spaces
  • Er ekki með hefðbundinn Windows Media Player.

Þannig má með einföldun segja að Windows RT er bara venjuleg Windows 8 útgáfa með öllum þeim kostum sem þú getur hugsað þér…… nema þú getur ekki sett upp forritin þín !!!

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira