Eins og hefur verið fjallað um hér á Lapparanum áður þá er Microsoft að koma með stóra uppfærslu á Windows 8 stýrikerfið. Þessi uppfærsla uppfærir stýrikerifð í útgáfu 8.1 og er nú tilbúin í Windows Store þannig að það er ekki eftir neinu að bíða enda ókeypis fyrir Windows 8 notendur.
Þeir sem eru með Windows 8 opna bara Store sem ætti að vera á heimaskjá. Notandi mun þá sjá svona mynd (eða sambærilega) sem er nóg að smella á og fylgja síðan þeim leiðbeiningum sem á eftir koma.
Þó svo að notendur þurfi mögulega ekki að taka afrit samkvæmt leiðbeiningum þá mundi ég alltaf henda því mikilvægasta á minnislykil eða SkyDrive.
Þeir sem eru með Windows 8.1 Preview þurfa að skoða tvennt.
- Ef þú varstu búinn að sækja og setja upp Preview af Store.
Ferlið er eins og að þú sért að uppfæra úr Windows 8, opnar Store og sækir uppfærslu þar. Gögnin þín ættu öll að haldast en þú þarf að setja desktop forrit aftur upp. - Ef þú hlóðst Preview niður (ISO) og settir vélina upp frá grunni
Þú getur uppfært í Store eins og aðrir en stýrikerfið mun ekki virkja sig sjálfkrafa þannig að þú þarft að vita hvar Windows 8 leyfislykillinn þinn er niðurkominn og fara í gegnum Activation ferli í fyrstu endurræsingu. Þarft að setja desktop forrit upp aftur.
Ef ég væri að gera þetta í dag þá mundi ég mjög líklega bíða eftir Windows 8.1 ISO og setja upp frá grunni. Eða jafnvel setja upp Windows 8 og uppfæra síðan í Store en þannig ætti maður að vera laus við allt leyfislyklabras.
Heimild