Það er ekki oft sem ég tek fyrir greinar sem aðrir íslenskir miðlar skrifa en ég ætla að leyfa mér að gera það núna. Ég var að lesa grein á Kjarnanum sem heitir “Spjaldtölvur seljast og seljast” sem mér þykir vera full vafasöm til þess að fá að standa án athugasemda.
Fyrst vill ég taka fram að ég er sammála fyrirsögn hans og veit að spjaldtölvur seljast sem aldrei fyrr. Einnig fagna ég allri tækni- og tækjaumræðu í íslenskum fjölmiðlum en ég geri þá kröfu að hún sé fagleg, vitni til heimilda og einnig að fréttamaður viti hið minnsta hvað hann er að tala um.
Ástæðan fyrir þessum pistli er einmitt sú að samantektin í Kjarnanum uppfyllir ekki þessi skilyrði eða er í það minnsta byggð á misskilningi.
Þar sem ég á ekki iPad þá er þessi samantekt byggð á því sem er aðgengilegt á vef Kjarnans ásamt því sem er í PDF útgáfunni og vera má að það sé meira kjöt á beinunum í appinu.
Mér finnst eftirfarandir staðreyndir blasa við en höfundur líklega bara veit ekki af þessu?
- Ritari virðist ekki ná þeirri hugmynd að með því að búa til eitt Windows 8 app þá virkar það á öllum Windows 8 vélum.
Þetta þýðir að ef Kjarninn væri til fyrir Windows 8 þá mundi ég nota sama appið á borðtölvunni, fartölvunni, Media Center vélinni, Surface vélinni, Dell All-in-One véllin og Acer spjaldtölvunni. - Ritari talar um 8.9 milljónir Windows spjaldtölva árið 2014, er hann bara að tala um Surface vélar sem Microsoft framleiðir, alla OEM eða öll Windows 8 leyfi?
- Ritari talar um 8.9 milljónir Windows spjaldtölva árið 2014 meðan 6 mánuðum eftir útgáfuna var útgefið að 100 milljónir notenda væru að nota Windows 8
Þetta var í Júní 2013 og eru mun fleirri að nota Windows 8 í dag. - Talað um Wall Street Journal grein en ekki linkur í fréttina sem þessi grein er byggð á og það í mínu huga er marklaust þegar tölur eru nefndar.
- Talað er um að spjaldtölvur séu í örum vexti (sem er rétt) án þess að virðast skilja þá staðreynd að Microsoft Surface, OEM spjaldtölvur og aðrar Windows 8 vélar eru undir sama hatti eins og fyrr segir.
Þessi grein birtist hér
Spjald tölvurnar seljast og seljast
Markaður með spjaldtölvur hefur vaxið gríðarlega hratt síðan í janúar 2010, þegar fyrsta iPad-spjaldtölvan frá Apple var formlega kynnt og sett í sölu. Nýr iPad, iPad Air, kemur í sölu hér á landi 1. nóvember að því er fram kom í formlegri kynningu í höfuðstöðvum Apple 22. október síðastliðinn. Nýi iPad-inn verður hraðvirkari og léttari en þeir fyrri og með betri upplifunum á næstum öllum aðgerðum, að því er fram kom í kynningunni. Samkvæmt fréttum Wall Street Journal síðastliðinn þriðjudag er ráð fyrir því gert að þær fjölmörgu tegundir spjaldtölva sem styðjast við Android-stýrikerfið frá Google muni í fyrsta skipti ná stærstu markaðshlutdeildinni á markaði á næsta ári. Til þessa hafa iPad-spjaldtölvurnar frá Apple verið vinsælustu tölvurnar á markaðnum og eru víða enn með yfirburðamarkaðshlutdeild, meðal annars hér á landi og víðast hvar í Evrópu. Þá hafa tölvur með Windows-stýrikerfi verið í örum vexti en eru enn órafjarri Apple og Android. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er gert ráð fyrir að meira en 260 milljónir spjaldtölva verði framleiddar og seldar á árinu 2014. Það er vöxtur um ríflega 200 milljón tölvur sé mið tekið af árinu 2011 en þá voru 60 milljónir spjaldtölva framleiddar og seldar.
Einnig fylgdi þessi mynd með fréttinni
.
Til að útskýra hversu vittlaust þetta er þá má nefna Netflix eða Facebook appið sem var gefið út fyrir “Windows spjaldtölvur” fyrir skemmstu. Þessi öpp nota ég í öllum mínum tölvum, sama hvort þær séu spjaldtölvur eða ekki og jafnvel líka þó þær séu ekki með snertiskjá.
Að lokum
Ritari virðast því ekki átta sig ekki á eftirfarandi staðreyndum.
- Windows markaður skiptist bara í tvo hluta eða Windows Phone og Windows 8 en sá síðarnefndi telur allar Windows 8, Pro, Enterprise og RT tölvur.
- Öll forrit á Windows Store eru aðgengileg á öllum Windows 8 tölvum og spjaldtölvum.
- Windows 8 vélar hafa þannig allar sama Windows Store, hvort sem það eru borðtölvu, fartölvur, hybrid eða spjaldtölvur
Vegna alls þessa er líklega óviturlegt að tala um “aðeins 8.9 milljónir” Windows Spjaldtölvur (Surface?) og setja þær á móti Android og iOS. Gáfulegra væri að hafa í huga að hátt í 200 milljónir tölvur nota Windows 8 nú þegar og þær gætu allar verið að nota Kjarna appið ef það væri til.