Heim ÝmislegtApple Apple afhjúpun á þriðjudag

Apple afhjúpun á þriðjudag

eftir Jón Ólafsson

Þriðjudagurinn 22. Oktober verður merkilegur dagur fyrir tækninerði. Nokia verður með afhjúpun í Abu Dhabi, Microsoft hefur sölu á Surface 2 og Surface Pro 2 og Apple verður einnig með afhjúpun þar sem ný tæki verða kynnt til sögunnar.

Nokia verður með sinn viðburð klukkan 07:00 að íslenskum tíma meðan Apple verður klukkan 17:00 sem hentar mörgum betur. Gallinn er að Apple varpar þessum viðburðum ekki á netið eins og allir aðrir en þeir sem eru t.d. með Apple TV geta séð þetta beint.

Ég mun samt líklega finna streymi frá t.d. CNet svipað og síðast þannig að lesendur Lapparans ætti að geta séð þetta “Live”.

Apple kynntu iPhone 5c og 5s síðast en töluverðar vangaveltur eru um hvað sé í væntum núna. Á boðskorti á viðburðinn stendur “We Still have a lot to cover” sem bendir til þess að það verði eitthvað um nýjar vörur.

 

Flestir telja þetta líklegt

  • Vonandi iPhone 5c og 5s sölutölur en margt bendir til þess að salan á 5c hafi ekki gengið vel
  • Mögulega fleiri vörur frá þeim í litaúrvali eins og iPhone 5C
  • Líklega iPad 5 lína
  • Líklega ný iPad mini með retina skjá

 

iPad-mini2-iPad5

 

  • Mögulegt að fingrafaraskanni sem kom fyrst á iPhone 5s komi í iPad vörulínu
  • Líklega ný Mac Pro lína

pm

 

  • Mjög líklegt að Mac OSx Mavericks verði kynnt en það fékk gullstöðu (lokaútgáfa) í byrjun Oktober.

os_x_mavericks

 

  • iWatch er alltaf skemmtilegt að setja hérna inn en þó sé ekki eiginlegur Apple notandi þá er ég mjög spenntur fyrir þessu. Galaxy Gear sem Samsung kom með fyrir skemmstu heillar mig ekki en ég hef trú á að Apple geti hannað fallegt úr með kostum sem eru nytsamir.

apple_iwatch

 

Hvernig sem þetta fer og hvað sem verður kynnt þá er allavega nokkuð ljóst að það verður mikið að gera á Lapparanum á Þriðjudaginn og mæli ég með því að lesendur fylgist vel með.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira