Heim MicrosoftWindows 7 Notaðu Netflix í Windows 8 og RT

Notaðu Netflix í Windows 8 og RT

eftir Jón Ólafsson

Þessar leiðbeiningar eru fyrir Windows 8 (allar spjald-, far- og borðtölur) og Windows 8 RT.

Það þekkja margir Netflix en þetta er mjög vinsæl VOD þjónusta sem virkar í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Netflix hefur notið mikilla vinsælda eins og kemur fram hér á Rúv, meðal annars vegna þess að þar er hægt að nálgast mikið af góðu efni á viðráðanlegu verði. Netflix er hægt að nota í Windows tölvum, leikjatölvum, Apple TV, ýmsum Blu-ray spilurum ásamt því að hægt er að nota það í flestum snjallsímum og spjaldtölvum.

Eins frábær og Netflix er þá er leiðinlegt fyrir Íslendinga að þjónustan virkar ekki á Íslandi án þess að nota sér stillingar. Hér að néðen eru upplýsingar um hvernig þetta er gert en þær eru byggðar á leiðbeiningum sem snillingarnir á Einstein.is tóku saman og er birt hér með góðfúslegu leyfi frá þeim.

Þrennt sem mig langar að taka fram.

1: Ferlið virðist flókið en þetta ætti ekki að taka meira en 5 mín í uppsetningu.
2: Ráðlegg þér að nota Automatic DNS (II. Hluti – 5) þegar Netflix er ekki notað.
3: Netflix er vidéostreymi sem notar erlent niðurhal
4: Það þarf að borga bæði Playmo og Netflix áskrift því án Playmo virkar Netflix ekki.

 

Þó svo að þessar leiðbeiningar miði við Windows 8 og RT þá geta Windows 7 fylgt þeim líka og síðan horft á Netflix í vafra. Ef þú ert með Windows 8 – RT og rétta DNS þá geturðu sótt Netflix appið í Store og byrjað (tengill hér að néðan).

Leiðbeiningar ganga í stuttu máli útá að breyta DNS stillingum í tölvunni.

 

I. Hluti

Farðu inn á Playmo.tv og smelltu á Sign me up en þar býrðu til notenda og skráir þig fyrir ókeypis 7 daga notkun.

1

Þegar 7 daga prufu líkur er hægt að kaupa mánuð á $5, eða 3 mánuði á $14, eða 6 mánuði á $26 já eða 12 mánuði á $50. Reiknast til að árið kosti því sama og mánuður af Stöð 2.

Efst í vafra sést þetta sem er eðlilegt:  3

 

II. Hluti

1: Smelltu á Windows takkann á lyklaboði til að fara á Heimaskjá.
– a: Skrifaðu:  Network and Sharing Center
– b: Smelltu síðan á appið til að opna það

4

 

2: Smelltu nú á tenginguna sem þú notar (annað hvort Ethernet eða Wireless/Wi-Fi).

5

 

 

3: Þá kemur Network Status upp og þú smellir á Properties sem er neðarlega í glugganum.

4: Finndu Internet Protocol Version 4 (TCP/IPv4) í glugganum og smelltu á Properties.

5: Í neðri glugga skaltu haka við „Use the following DNS server addresses“ og slá inn:

109.123.111.24    í Preferred DNS Server
109.74.12.20        í Alternate DNS Server.

6

 

5: Smelltu síðan á OK og endurræstu tölvuna

 

III. Hluti

1: Næst skalltu opna Playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér.
Ef þú færð skilaboðin 7 , þá ertu í góðum málum og tölvan tilbúinn til að nota Netflix.

 

2: Smelltu nú á Windows takka, opnaðu Store og skrifaðu Netflix til þess að finna og setja upp appið
Eða notaðu þennan tengil

 

3: Opnaðu nú Netflix appið (flýtivísun á Heimaskjá) og skráðu þig fyrir 1 mánaða ókeypis prufu og njóttu.

9

 

Þetta ætti ekki að taka nema 2-3 mínúndur fyrir vanan mann en ef þessum leiðbeiningum er fylgt þá geturðu nú notið Netflix í nýja Windows 8 appinu þangað til þú klárar erlenda niðurhalið þitt.

Eins og fyrr segir þá virkar þetta á öllum Windows 8/8.1 vélum hvort sem það eru hybrid, fartölvur eða borðtölvur ásamt því að þetta virkar líka á öllum Windows RT vélum.

 

Heimild

Einstein.is

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira