Þar sem að Windows 8.1 er væntanlegt eftir mánuð þá ákvað ég að fara yfir hvað Windows 8.1 kemur til með að kosta þig mikið. Hér er ég ekki að tala um OEM System Builders eða fyrirtæki sem eru með Microsoft samning og sækja stýrikerfin sín á VLSC síðu sína hjá Microsoft. Þeir nota Enterprise/Pro útgáfur af Windows og geta fengið upplýsingar í þessari færslu. Enn aðrar reglur gilda um þá sem eru með Technet eða MSDN ásrift og verður ekki fjallað um þá hér og þetta því bara um “venjulega” notendur af götunni.
Ef þú ert með Windows 8 í dag þá kostar Windows 8.1 ekkert og kemur það sem niðurhal í Windows Store 18. oktober. Reikna má að það komi melding þvert yfir heimaskjá sem segir notenda að það sé hægt að sækja Windows 8.1 og ráðlegg ég öllum að gera það. Eins og venjulega er ráðlagt að taka afrit af mikilvægum gögnum sem eru ekki á Skydrive.
Í stuttu máli.
- Windows 8 notendur þurfa ekkert að borga en þurfa að bíða til 18. oktober
- Aðrir geta keypt Windows 8.1 (núna) á aðeins $119.99 og Windows 8.1 Pro á $199.99.
Þeir sem eiga Windows 8 geta seinna í ár uppfært í Windows 8.1 Pro á $99.99 og þeir sem eiga Pro geta keypt Media Center viðbót á aðeins $9.99. Þeir sem vilja vita hvað færst við að nota Pro geta smellt hér, en það er helst Bitlocker dulkóðun á gögn, Remote Desktop á viðkomandi vél ásamt möguleikanum að skrá vélina á Domain.
Ef þú átt ekki Windows 8 þá gætir þú keypt Windows 8 á netinu og uppfæra ókeypis í Windows 8.1. Ekkert ólöglegt við þetta en heyrst hefur af notendum sem hafa sparað sér $30-40 svona þó ég fari ekki nánar í það hér.
Núna er allt fullur pakki (Full Version) en ekki uppfærsla.
Stór breyting núna er að Microsoft gerir ekki kröfu til þess að þú eigir tölvu með eldra Windows til þess að geta keypt Windows 8.1 á þessu verði. Þetta gagnast mjög mörgum t.d. þeim sem kaupa tölvuparta og setja saman tölvu, keyra Windows í sýndarvél (virtual) eða vilja keyra með öðru kerfi (annað partition/diskur eða t.d. Apple notendur)
Notendur sem vilja uppfæra athugið
- Windows 8.1 Preview notendur þurfa (því miður) að setja upp öll desktop forrit (Office, Skype, Adobe Reader o.s.frv.) ásamt því að sækja og setja upp Metro öppin aftur en gögnin færast á milli.
- Windows 8 geta uppfært í Windows 8.1 án þess að þurfa að setja upp desktop eða metro öpp aftur.
- Windows 7 notendur sem uppfæra þurfa ekki að taka afrit af gögnum en þurfa að setja upp desktop forrit aftur.
- Windows XP og Windows Vista notendur geta ekki uppfært og þurfa að setja vélarnar upp frá grunni
Ráðlegg alltaf að taka afrit af öllu þegar vél er uppfærð
Ef þú ert með Windows XP eða Vista þá mælir Microsoft ekki með því að þú uppfærir í Windows 8.1 en þeir styðja þetta þó en vara við að það sé ekki öruggt að framleiðendur hafi alla nauðsynlega rekla. Ég hef reyndar sett upp Windows 8 á gamlar vélar og þær virka allar sem skildi. Ég hef bara brennt uppsetningarskrá á DVD og sett það þannig upp en ráðlagt er að fara á heimasíðu framleiðanda og athuga með rekla áður en það er gert.
Heimildir