Heim MicrosoftWindows Mobile Nokkrir góðir Windows Phone leikir til að stytta sér stundir.

Nokkrir góðir Windows Phone leikir til að stytta sér stundir.

eftir Gestapenni

Windows Phone er ekki bara frábært stýrikerfi fyrir snjallsíma þegar kemur að félagsmiðlum og vinnu, heldur er líka hægt að nálgast marga stórfína leiki. Hér eru nokkrir sem eru í uppáhaldi hjá okkur.

Leikir sem kosta

Halo: Spartan Assault

 

Halo seríuna þarf vonandi ekki að kynna fyrir neinum. Halo fjallar um týpíska baráttu milli jarðarbúa og geimvera þar sem Master Chief er aðal söguhetjan. Halo: Spartan Assault gerist í Halo heiminum og er þéttur isometric skotleikur. Stjórntækin eru mjög þægileg þar sem allt sem þarf eru tveir þumlar. Grafíkin er sömuleiðis frábær og þessi leikur ætti að vera skyldueign fyrir þá sem hafa gaman af svona skotleikjum.

Zuma’s Revenge!

 

 

Zuma er þrautaleikur sem gengur út á það að skjóta kúlum og búa til lengju úr a.m.k þremur  eins kúlum til þess að stytta keðjuna, sem nálgast sífellt gat í jörðinni. Leikurinn minnir um margt á gamla góða Bubbles nema í öðruvísi útfærslu. Frábær og mjög ávanabindandi leikur.

Bejeweled Live +

 

 

Þeir sem hafa spilað Candy Crush vita um leið út á hvað þesis leikur gengur. Bejeweled er forveri Candy Crush og gegnur út á það að búa til beinar raðir úr a.m.k þremur gimsteinum. Eftir því sem röðin er lengri fást allskonar “powerup” gimsteinar sem gera leikinn enn skemmtilegri. Algjör tímaþjófur!

geoDefense

 

 

Það kannast allar við hina týpísku “tower defense” leiki. Spilarinn setur upp turna sem hafa mismunandi eiginleika/skotfæri sem eiga að koma í veg fyrir að kvikindin (e. creeps) komist á leiðarenda. Hægt er að uppfæra turnana og miklu máli ksiptir hvernig maður lætur þá vinna saman. Ég á bágt með að telja klukkutímana sem hafa farið í þennan leik enda er hann allt frá því að vera mjög auðveldur upp í að vera gríðarlega krefjandi ef maður ætlar að klára borðin á fullkominn hátt. Þessi er algjör must að eiga!

RISK

 

 

Það hafa líklega allir spilað RISK a.m.k einu sinni á ævinni og því þarf varla að kynna þennan leik. Leikurinn er einfaldlega einn einfaldasti og um leið besti herkænskuleikur sem til er og er hér í flottum Windows Phone búning.

Ókeypis leikir

UNOFriends

 

Uno er sérstakt spil sem minnir um argt á Olsen Olsen með allskonar aukaspilum, sem meðal annars taka umferðir frá hinum spilurunum, snúa við röðinni eða neyða hina til að draga fleiri spil. Þessi býður líka upp á fjölspilunarmöguleika (e. multiplayer) og er mjög góð dægrastytting.

Jetpack Joyride

 

Jetpack Joyride er ekki ósvipaður Temple Run nema í tvívídd. Það þarf aðeins einn putta til þess að spila leikinn en hann er engu að síður gríðarlega krefjandi. Leikmaðurinn hleypur eða flýgur stanslaust áfram og þú færð hann til þess að hækka flugið með því að ýta á skjáinn og hann lækkar flugið þegar þú sleppir. Virkar einfalt, en þegar allskonar flugskeyti, laserar og hindranir standa í veginum er þetta síður en svo auðvelt.

Wordament

 

Wordament er orðaleikur sem byggist á því að notandinn á að reyna að mynda eins mikið af orðum og hann mögulega getur úr stöfunum sem eru á borðinu. Hver lota tekur tvær mínútur og allir sem eru tengdir eru að spila sömu lotuna, svo í lok lotunnar sér notandinn hvernig hann stóð sig miðað við alla hina í heiminum sem voru að spila á sama tíma. Scrabble 21. aldarinnar

Minesweeper

 

Gamli góði Minesweeper með nokkrum aukafítusum. Þarf að segja eitthvað meira? 🙂

 

Ef þú hefur ábendingar um aðra leiki þá er um að gera að láta okkur vita með því að setja hann í athugasemd hér að néðan.

Mynd tekin með pistill er tekinn af WPCentral.

Skjáskot eru af Windows Phone Store.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira