Uppfærsla neðst – Upphafleg færsla 16-08-2013
Það hefur verið þrálátur orðrómur um að Nokia séu að hanna spjaldtölvu og virðist vera eitthvað að marka þetta miðað við síðustu fréttir.
WPCentral birti í morgun frétt með myndum um málið og verður að segjast eins og er að mér hlakkar töluvert til að sjá þessa og vona svo sannarlega að þessi orðrómur sé réttur.
Það sést svo sem ekki mikið á þessum myndum annað en að vélin kemur til með keyra Windows 8 RT, bakhlið virðist vera heil og úr Polycarbonate.
Samkvæmt heimildum eru þetta líklegir spekkar
Litur: Val um Bláan og Rauðan
Skjár: 10.1 tommu 1080P fjölsnertiskjár (5 punktar)
Örgjörvi: 2.15GHz Snapdragon 800 (Quad Core)
Geymsluminni: 32 GB
Tengi: micro HDMI og USB 3.0.
Ef orðrómurinn er sannur þá má reikna með þessu tæki fyrir næstu jól og þá með Windows 8.1 RT
UPPFÆRT
Samkvæmt heimildum TheVerge þá virðist þessi orðrómur vera sannur og spjaldtölva sem kallast “Sirius” væntanleg í lok september. Samkvæmt þeirra heimildum þá miðar Nokia við að ná allavega 10 tíma rafhlöðuendingu úr vélinni miðað við fulla 4G notkun sem verður að teljast mjög gott á svona öflugri vél. Líklegt búðarverð verður líklega á svipuðu reiki og iPad en talið er að Nokia kynni Sirius þann 26. september á kynningu í New York.
Speccar samkvæmt TheVerge
- 10 tíma rafhlöðuending
- Þynnri og léttari en iPad
- 10.1″ að stærð
- 1920 x 1080 skjáupplausn
- Quatcomm fjórkjarna örgjörvi (Snapdragon 800)
- 2GB af vinnsluminni
- 4G
- 32GB af geymslurými
- Micro HDMI tengi
- Micro USB tengi
Samkvæmt TheVerge er orðrómur um Nokia Bandit líka réttur
Heimildir