Ég er reglulega spurður útí DNS, Lénaskráningar og vefhýsingar og hvernig þetta allt saman virkar. Þetta geta verið mjög flóknar uppsetningar en lesendur Lappari.com verða að hafa í huga þetta er því þetta einfaldað eins og mögulegt er í þessari færslu.
Í grunnin skiptist þetta í þrennt eða lénaskráning, DNS hýsing og síðan vefhýsing.
Lénaskráning
Þetta er WhoIS skráningaraðili en Isnic sér um rótarlénið .is
Þar er lénið keypt og þar er hægt að sjá grunnupplýsingar um lénið, eiganda, rétthafa, greiðanda, tæknilegan tengilið og á hvaða DNS þjónum lénið er hýst. Það er sem sagt ekki lénahýsing hjá Isnic heldur vísun á þann aðila sem hýsing vísanir fyrir viðkomandi lén.
Ef skráning á mbl.is er skoðuð þá sést neðst hvaða DNS þjóna þeir nota.
DNS hýsing
Á DNS þjónum er að finna grunnstillingar og vísanir fyrir lénið en DNS þjónar svara fyrirspurnum frá tölvum og tækjum og svara hvar viðkomandi vefur er hýstur.
Í stuttu máli þá virkar DNS fyrirspurn svipað og uppfletting í símaskrá,
- Notandi slær inn www.mbl.is í vafran.
- Tækið spyr DNS þjóninn: Á hvaða netþjón er mbl.is hýst?
- DNS svarar: mbl.is er hýst á 92.43.192.110 // sem er IP talan á þjóninum sem hýsir vefinn.
- Tölva svarar “ok ég sendi þá notendan þangað, takk”
Sama á við um undirlén eins og t.d. icelandmonitor.mbl.is eða postur.mbl.is en þessar vísanir eru allar á sama DNS þjóninum og svara með viðeigandi IP tölum þegar fyrirspurnin berst frá notendum.
Vefhýsing
Vefþjónar geta verið hvar sem er í heiminum þó svo að lénið sé íslenskt og DNS hýsing sé á Íslandi. Á vefþjónum er sjálf heimasíðan hýst og þeir taka á móti notendanum og gerir þeim kleift að skoða vefsíðuna í vafra viðkomandi tækis.
TTL (Time To Life)
Þegar notandi hefur slegið inn mbl.is þá eru upplýsingar um lénið, DNS og IP tölu vefþjóns hýstar á tölvu viðkomandi notanda í fyrirfram ákveðin tíma. Þessi tími ræðst af stillingu vefstjóra sem settar eru á DNS þjón og kallast Time To Life (TTL) en þetta er gert til að létta álag á DNS þjónum enda breytast IP tölur vefþjóna mjög sjaldan.
Vefsíður sem skipta sjaldan um vefhýsingu eru með langt TTL meðan aðrar eru með stutt TTL. Ef TTL á vísun á DNS þjóni er stillt á 86400 (eða 24 tímar) þá segir DNS þjónn tölvu notenda að það þurfi ekki að spyrja að þessari IP tölu í 24 tíma því það muni ekkert breytast á þeim tíma.
Hvað gerist þegar notandi slær inn mbl.is í fyrsta skipti?
Tölvan skoðar hvort hún hafi upplýsingar um lénið (local cache eftir eldri fyrirspurnir) en ef það er ekki til, þá spyr tölvan DNS þjónana sína hvar mbl.is er. Heimatölvur eru yfirleitt með routerinn sinn sem DNS og Routerinn er yfirleitt með IP tölu á DNS þjón hjá fyrirtækinu sem sér notenda fyrir internet (ISP).
Ef DNS hjá ISP er ekki með IP tölu á vefþjóni í cache þá fer ferli að stað (ath. einfaldað ferli)
- DNS hjá ISP spyr Isnic hver sé með DNS hýsingu fyrir mbl.is
- Isnic bendir á DNS þjóninn sem er með lénið
- ISP spyr viðkomandi DNS þjón um IP á viðkomandi léni
- DNS segir ISP hvar vefurinn er hýstur (IP tala)
- ISP svarar tölvu notandans hvar vefurinn er hýstur (IP) og hvenær hann þarf að spyrja næst (TTL á DNS færslu)
- Þá hefur tölva notenda allt sem hún þarf til að finna og opna vefslóðina sem notendinn sló inn
Hér er ágætis útskýringamynd
Þetta virðist kannski vera flókið og seinlegt ferli en þetta gerist mjög hratt og TTL kemur í veg fyrir að þetta þurfi að gerast of oft.
Útskýringamynd er tekin héðan