Nú er komið að níunda viðtalinu hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.
Sá sem við spjöllum við núna er hann Jón Heiðar social og markaðsgúrú hjá Advania. Það er gaman að fylgjast með Jóni Heiðari en hann hefur skoðun á “öllu” og virðist vera algert sportfrík. #ofvirkur
Jón Heiðar og félagar hjá Advania erum að skipuleggja haustráðstefnu Advania sem haldin verður 6. september. Á ráðstefnunni munu þeir Steve Midgley frá Amazon, Michael Schrage frá MIT Sloan School’s Center for Digital Business og Jón Gnarr borgarstjóri halda lykilræður. Að auki verða 32 fyrirlestrar frá innlendum og erlendum sérfræðingum, notendum og stjórnendum í upplýsingatæknimálum fyrirtækja.
Ég hef góða reynslu af haustráðstefnunni og mæli heilshugar með henni… hver veit nema Lappari mæti ef hann fengi fréttamannapassa #winning
Meðfylgjandi mynd er úr Harkapur flúðinni í Sun Kosi fljótinu í Nepal en sl. haust fór Jón Heiðar í 275 KM leiðangur niður það magnaða vatnsfall en ferðin tók hvorki meira né minna en 8 daga. Hér að neðan er vídeó var tekið var upp í þessari ferð á GoPro myndavél sem bróðir hans var með á hjálminum.
Hver ert þú og hvaðan ertu?
Jón Heiðar Þorsteinsson heiti ég og er fæddur og uppalinn í París norðursins, Akureyri. Ég er samt löngu orðinn Reykvíkingur og uni mér vel í smáíbúðahverfinu þar sem ég bý með dóttur minni og konu.
Við hvað starfar þú?
Ég er markaðssérfræðingur hjá Advania, það má segja að ég sé með þrjá hatta:
- Sé um samfélagsmiðlana og Advania bloggið
- Er með markaðssetningu á öllum hugbúnaðar- og viðskiptalausnum
- Starfa að almannatengslum fyrirtækisins
Hvernig síma ertu með í dag?
Samsung S4.
Hver er helsti kostur við símann þinn?
Það er margt sem má nefna. Hann fer vel í hendi og skjárinn er ótrúlega skýr. Hann nýttist mér til dæmis mjög vel í París en þaðan er ég nýkominn eftir tveggja vikna dvöl. Þar var Paris City Guide frá TripAdvisor, Goggles og Google Maps í aðalhlutverki. Þegar ég hjóla í vinnuna hlusta ég á hljóðbækur á Audible, ég les mikið á Kindle og Flipboard í símanum og spjaldtölvunni. Einnig verður maður að nefna Dropbox sem ómissandi app. Ég er líka byrjaður að fikta mig áfram með að nota Trello og Evernote í verkefnum og daglegu amstri. Í frístundum er gaman að tefla við einhverja aðra nörda út í heimi í gegnum FICS serverinn, berjast við uppvakninga í Plants vs. Zombies eða taka mynd af fólki sem er taka mynd af matnum sínum og birta á Instagram.
Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?
Að ég hafi ekki fengið hann fyrr í hendur!
Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?
Það er sorglegt að segja frá því að maður er háður símanum í bæði leik og starfi.
Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?
Það var einhver Ericson jálkur ef ég man rétt.
Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?
Þann sem ég er með dag. Bíð spenntur eftir næsta must have síma eða spjaldtölvu.
Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?
Lappari.com, Lifehacker, Mashable, ZDnet, HuffPost Tech, Cnet, PCMag, Venturebeat, Simon.is, Nörd norðursins, Wired, Advania bloggið og svo er ég með fullt af tækniefni í Flipboard appinu í spjaldtölvunni og farsímanum.
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Ég er búinn að reyna að finna leið til að plögga Stuck in Iceland ferðablogginu mínu en hefur ekki dottið neitt í hug.
Innskot Lappara