Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Atli Jarl Martin

Föstudagsviðtalið – Atli Jarl Martin

eftir Jón Ólafsson

Nú er komið að fimmta viðtalinu hér á Lappari.com sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Sá sem við spjöllum við núna er hann Atli Jarl verður seint flokkaður annað en harður fjölkjarna úbernörd. Það er gaman að fylgjast með Atla en hann er ávallt með puttann á púlsinum varðandi tækninýjungar og gott að leita til hans ef manni vantar hjálp… #fagmaður

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

– Atli Jarl Martin heiti ég, borinn og barnsfæddur Reykvíkingur í húð og hár.

Við hvað starfar þú?

– Ég er nýhættur í fyrrverandi starfi, en eftir um 1 og hálft ár í tölvubransanum, þá er ég í dag er ég verktaki á eigin spýtum, sinni mikið tölvu- og símaviðgerðum en tek að mér að trukka og allskonar til viðbótar.

Hvernig síma ertu með í dag?

– Nokia Lumia 920

Hver er helsti kostur við símann þinn?

– Helsti kosturinn er að það eru nánast engir gallar við hann. Hann er algerlega perfect mobile tæki fyrir allt sem ég þarf. En ef ég á að taka eitthvað sérstakt fram, þá er WP8 stýrikerfið alger perla, myndavélin er mjög góð og síminn er sterkbyggður, látlaus og fallegur.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

– Það er ekki bundið bara við Lumia símana, en rafhlöðuending mætti vera betri. Get ekki sagt að ég þoli það ekki, en það getur verið smábögg er hann tæmist síðla dags. En þar sem ég fer nánast ekki út úr húsi án tölvu, þá er lítið mál að skella honum í hleðslu þar sem ég er með ThinkPad með stóru batteríi sem gjarnan deilir straumnum með símanum.

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

– Algerlega ómissandi, fjartengingar við vélar sem ég sinni, geymi á honum allskonar uppsetningargögn fyrir hinar ýmsustu vélar sem og tengingin við 145GB SkyDrive svæðið mitt þar sem ég geymi enn fremur allt sem ég þarf.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

– Fyrsti síminn sem ég eignaðist var Ericsson SH888, sem ég keypti 1998. Fór tæpu ári síðar yfir í Nokia og hef aldrei átt annað síðan.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

– Lenovo K900… þegar Lenovo símarnir fá WP8 stýrikerfið. Annars er Lumia 920 fullkominn fyrir mig.

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

– Ars Tecnica, Tom‘s Hardware, WPCentral, Microsoft Bloggið… fullt, fullt.

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

– Lifi Lapparinn!

 

Síðan er það skjáskotið af Nokia Lumia 920 símanum hans Atla.
Fyrst Læsiskjár og síðan heimaskjár

SS1 - Lock   SS2 - Front

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira