Uppfærsla neðst
Þessa dagana er uppfærsla (GDR2) fyrir Windows Phone 8 í dreyfingu og er áætlað að næsta uppfærsla komi í oktober en hún mun heita GDR3. Sú uppfærsla kemur með þó nokkrum nýjungum en þar má fyrst og fremst nefna stuðning við öflugri vélbúnað eins og 1080p skjái og fjórkjarna örgjörva. Þeir sem þekkja hversu hraðvirkt og létt Windows Phone 8 stýrikerfið er spyrja sig kannski að því hvað WP hafi við fjórkjarna örgjörva að gera en það er ekki til neitt sem heitir of mikið í vélbúnaði að mínu mati…
HTC
Þó að þetta séu ekki nýjar fréttir þá eru HTC mjög nálægt því að klára tilraunir sínar með HTC One Windows Phone edition.
Ef marka má fréttir þá mun hann skarta 1.7 GHz fjórkjarna örgjörva, 2GB af vinnsluminni og 4.7″ Super LCD3 skjá með 469 ppi punktaþéttileika. Mætti segja mér að þetta verði gríðarlega sexý valkostur fyrir vandláta og vonandi verður þessi að veruleika.
Nokia
Samkvæmt heimildum eru Nokia að vinna að því að koma með 6″ síma (phablet) á markað seinna í ár sem kallast Bandit (RM-940).
Það bendir allt til þess að Bandit verði mjög spennandi kostur en reiknað er með að hann komi með fjórkjarna SnapDragon 800 örgjöva meðan minni týpur komi með SnapDragon 400 (305 GPU) eða SnapDragon 200 (302 GPU). Hann kemur líklega fyrst til AT&T í USA en það bendir allt til þess að þá séu fleiri týpur af honum sem munu þá verða seldar í Evrópu og Asíu.
Uppfærsla
Samkvæmt myndum sem WPCentral voru að leka þá virðast allar sögusagnir varðandi Nokia Lumia 1520 (Bandit) vera sannar. Hér er mynd af Nokia Lumia 1520 við hliðina á Lumia 1020 sem virðist ansi lítill í myndinni sem þeir birta í þessari færslu.
Upphafleg færsla birtist 20.08.2013
Með þessu þá eru Windows Phone símar loksins komnir með vélbúnað sem er á pari við það besta í Android og iOS og verður gaman að fylgjast áfram með því hvernig þessi markaður þróast.
Heimildir