Heim MicrosoftWindows Server Tímaskráning

Tímaskráning

eftir Jón Ólafsson

Eins og ég fjallaði um fyrir rúmlega 2 árum þá er ég að reka Open Source stimpilklukkukerfi sem heitir Kimai Timetacker. Það er enginn leyfiskostnaður (Open Source) og langar mig að mæla með þessu kerfi ef ykkur vantar stimpilklukkukerfi fyrir fyrirtækið ykkar.

Ég fór af stað með þetta verkefni eftir að hafa gert verðkönnun hjá innlendum aðilum sem sinna þessu. Þeir eru með flottar lausir en of dýrar (að mínu mati) þar sem að mig vantaði bara ódýra veflausn fyrir nokkur fyrirtæki.

Ég setti upp sýndarþjón í Hyper-V sem keyrir á einum kjarna og með 512MB af vinnsluminni (möguleiki á hækkun í 1024MB) og núna tæplega 2 árum seinna þá er þetta enn í gangi og einfaldlega bara virkar. Þetta er í grunnin bara php vefur sem talar við MySQL gagnagrunni og er uppitími á kerfinu um 99.8% sem er alveg þokkalegt verður að segjast.

 

kimai

 

Starfsmenn slá inn slóð í vafran sinn hvort sem það er á snjallsímanum, spjaldtölvunni eða á tölvunni og annað hvort stimpla inn eða út. Hægt er að bæta við athugasemdum og taka út margskonar skýrslur.

 

Hægt er að sækja Kimai hér eða hafa samband við mig ef þig vantar aðstoð við uppsetningu eða rekstur

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira