Heim Microsoft Surface Pro – Dagur 1

Surface Pro – Dagur 1

eftir Jón Ólafsson

Lappari.com er með Surface Pro tölvu í prufu þessa dagana. Surface Pro er stóri bróðir Surface RT sem Lappari.com fjallar um hér. Með mikilli einföldun má segja að þetta sé venjuleg tölva í spjaldtölvu skrokki.

 

Megin tilgangur með þessum prófunum er tvíþættur.

  1. Fyrst er það að fjalla um vélina og kosti/galla á hefðbundinn hátt.
  2. Prófa hvort hægt sé að skipta út venjulegri fartölvu sem er notuð í vinnu.

 

Tölvan sem ég nota í dag er Lenovo Thinkpad T400 sem er orðin 4 ára en næginlega öflug til þess að leysa helstu verkefni sem ég þarf í vinnu.

Gróflegur samanburður á vélunum:

surface-T400

 

Ef ég renni yfir þetta þá er í raun og veru ekkert sem ætti að geta stoppað mig af í vinnu sem kerfisstjóri. Það er verra að hafa ekki LAN tengi og ef þetta yrði vélin sem ég mundi nota til vinnu þá mundi ég fá mér LAN adapter.

Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro Umfjöllun

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira