Micorosoft notaði tækifærið og tilkynnti í vikunni nýja uppfærslu fyrir Windows Phone 8. Þeir gerðu þetta á Windows Blogginu í færslu þar sem fjallað er um nýjasta flaggskipið Nokia sem heitir Lumia 925.
Þessi nýja uppfærsla kallast GDR2 (General Distribution Release 2) og kemur í framhaldi af GDR1 (Portico) sem kom til Íslands í Jan/Febrúar. GDR2 er væntanleg í sumar og kemur með nokkrar viðbótar fídusum ásamt lagfærum á núverandi virkni.
Samkvæmt Microsoft eru hundraða smá lagfæringa í GDR2 ásamt nokkrum stærri en helstar má nefna
- Microsoft bætir við CalDAV og CardDAV stuðningi til að gera viðskiptavinum sínum kleyft að tengjast Google til að samstilla tengiliði og dagbók. Eins og margir vita þá eru Google hættir að styðja EAS staðalinn og nota IMAP, CalDAV og CardDAV í staðinn
- FM útvarp verði aftur gert virkni en margir WP8 símar eru með FM kubb en geta ekki notað hann án uppfærslu frá Microsoft.
- Data Sense viðbót sem gerir notendum mögulegt að fylgjast betur með 3G/4G notkun
- Töluverðar breytingar/lagfæringar á XBox Music appinu sem gera leit, vinnu með playlista o.s.frv. miklu einfaldari og betri.
Reikna má með að GDR3 sé hin margumrædda Windows Phone 8 Blue/8.1 og reikna ég ekki með þeirri uppfærslu fyrr en í haust/vetur.
Meiri upplýsingar um þessa uppfærslu á WinSuperSite og á WPCentral