Nokia Lumia 620

eftir Jón Ólafsson

Eftir að hafa prófað Nokia Lumia 820 og 920 þá var ég nokkuð spenntur að sjá og prófa ódýrari Windows Phone 8 snjallsíma. Þekkjandi Android tæki vel þá veit ég að það er mikill munur á ódýrum Android símum og síðan á þessum dýru. Það er því athyglivert að prófa hvort það sé jafn mikill munur milli þessara tækja Windows megin.

Lumia 620 hefur almennt fengið ágætar viðtökur sem góður “entry-level” sími en hann er töluvert öflugri en forveri sinn Lumia 610. Það er nauðsynlegt fyrir mig að hafa í huga að Lumia 620 kostar milli 40 og 50 þúsund (maí 2013) og er því sannarlega ódýr snjallsími.

Það eru ekki margir ódýrir Windows Phone 8 símar á markaðnum en aðalkeppinautur Lumia 620 er HTC 8s sem er svipað búinn af vélbúnaði og Lumia 620.

 

Hönnun og vélbúnaður

Það verður seint sagt að Nokia Lumia 620 sé “sexy sími” en hann er “í lagi”. Í kassanum kemur skjár og símtækið (samfast) sem leggst síðan inn í nokkuð þykka plastskel. Þessa plastskel er hægt að fá í nokkrum litum, svartur, blár, gulur, grænn, bleikur og hvítur.

 

 

Ólíkt Lumia 920 þá finnst vel að skelin er úr plasti og þar sem ég er vanari flaggskipum farsímaframleiðanda þá fann ég vel að Lumia 620 er í ódýrari kanntinum. Síminn er með 3.8″ skjá og leggst hann eins og fyrr segir inn í plastskelina sem hylur bakhlið og hliðar ásamt því að brúnir umleika skjáinn á framhlið.

Takkarnir á honum eru þrír eins og á öðrum Windows Phone símum, sértakki fyrir myndavél, powertakk ásamt hækka/lækkatakka. Takkarnir eru úr keramik sem segir mér að þeir séu sterkir og rispufrýir.

Framhliðin fer nær öll undir skjáinn fyrir utan að ysti byrjar skelin sem umleikur símann eins og fyrr segir. Á framhlið eru þrír takkar eins á öllum Windows Phone símum, bakka, heim og leit. Hliðar og bakhlið eru kúpt sem lætur hann liggja vel og örugglega í hendi.

Lumia 620 er með Dual-Core 1GHz Snapdragon S4 örgjörva og er með 512MB í vinnsluminni. Þessi örgjörvi skilar sínu ágætlega og hef ég aldrei orðið var við hökt í stýrikerfinu sjálfu. Það er helst þegar ég opna sum forrit eða þyngri leiki sem ég verð var við hversu hægvirkari hann er miðað við Lumia 820/920. Þegar Lumia 620 er búinn að ræsa forritinu upp þá virkar það vel en eins og fyrr segir þá sést að hann strögglar aðeins við að opna stærri forrit.

Ég finn því mun á Lumia 620 samanborið við Lumia 820/920 en þessi munur er að mínu mati eðlilegur þar sem ég er að bera Lumia 620 saman við síma sem kosta helmingi meira og ættu því að vera öflugri að öllu leiti.

Nokia_Lumia_620 (1)

Lumia 620 er 8GB innra geymslurými sem nýtist undir stýrikerfi eða ljósmyndir og annað margmiðlunarefni. Síminn er einnig með rauf fyrir Micro-SD kort og um leið og ég setti 32GB kort í símann þá bauð símtækið uppá að vista allar myndir og videóupptökur beint á SD. Lumia 620 styður stærst 64GB SD kort og er því einfallt og nokkuð ódýrt að fara með geymslurýmið í 72GB sem verður að teljast mjög gott.

Til viðbótar er Windows Phone beintengt við SkyDrive og þar bætist við ókeypis 7GB í skýinu sem nýtist til að taka afrit af símanum sjálfum eða af ljósmyndum og myndböndum.

Einfallt er að kaupa sér meira Skydrive geymslupláss

  • auka 20GB kosta um 1200 krónur á ári
  • auka 50GB kosta um 3200 krónur á ári
  • auka 100GB kosta um 6400 krónur á ári

Verð miðast við gengi á pundi 20.05.2013

 

Nokia Lumia 620 er svipað léttur og iPhone 5 eða aðeins 127 gr og fer mjög vel í vasa.

 

Tengimöguleikar

Lumia 620 er með Micro USB tengi (USB 2.0) þannig að einfalt er að tengja símann við tölvu til að sækja eða setja á hann efni. Þetta er kostur þar sem notendur geta notað allar Micro USB snúrur sem þeir eiga fyrir, það er ekkert sérstakt tengi eða millistykki sem þarf. Microsoft býður uppá forrit sem hleðst sjálfkrafa niður við fyrstu tengingu (við Win8) en hægt er að nálgast efnið af símanum í gegnum “My Computer” ef notendur vilja það frekar.

Síminn er með 3.5 mm heyrartólstengi ásamt því að bjóða uppá Bluetooth 3.0.

Lumia 620 er með þráðlausu neti (WiFi) eins og við er að búast sem styður 802.11 a/b/g/n og allar helstu dulkóðanir sem skipta máli eins og: WPA2 (AES/TKIP), WPA, WPA-Personal, WEP, WPA2-Personal, WPA-Enterprise, WPA2-Enterprise, PEAP-MSCHAPv2, EAP-SIM, EAP-AKA

Lumia 620 er einnig með NFC kubb sem býður meðal annars uppá borganir, samnýtingu gagna, og notkun NFC merkja. Nokia Lumia 620 mun ekki styðja 4G netið sem fljótlega verður tekið í gagnið hérlendis en styður vitanlega 3G sem kemur til með að virka áfram.

 

Rafhlaða og lyklaborð

Rafhlöðuendingin á Lumia 620 er það sem olli mér hvað mestu vonbrigðum við þennan síma. Lumia 620 er með 1300mAh Li-Ion rafhlöðu sem dugði mér þó yfirleitt í gegnum daginn þó svo að ég sé ávallt tengdur við WiFi eða 3G og að samstilla 3 EAS tölvupóstreikninga.

Ef ég hafði tíma og notaði símann til að gera eitthvað meira, eins og að lesa heimasíður, Twitter og Facebook þá dró nokkuð ört á rafhlöðuna. En hér má sjá nokkur ráð sem lengja rafhlöðuendinguna . Rafhlaðan er útskiptanleg sem er kostur á svona síma, hægt er að skipta henni út þegar líftíminn hennar er að styttast eða til að skipta út fyrir stærri rafhlöðu ef hún býðst.

Lumia 620 er eins og aðrir Windows Phone 8 símar með fullt Qwerty lyklaborð og verð ég að segja að það hafi olli mér vonbrigðum líka. Kannski er rangt að tala um vonbrigði en ég er vanur stærri skjá og lyklaborðið verður óþæginlega lítið á svona “litlum” skjá. Þetta hefur vanist hægt og sígandi en að mínu mati þá er 3.8″ skjár einfaldlega of lítill fyrir fullt QWERTY lyklaborð en kostur er að geta unnið á símanum með annari hendi sem er oft erfitt á stærri síma.

Lyklaborðið er ekki enn komið með íslensku útliti en allir íslensku stafirnir eru engu að síður til staðar. Sem dæmi til að skrifa Þ þá er T haldið inni, til að skrifa Ð þá er D haldið inni o.s.frv.

 

Hljóð og mynd

Skjárinn í Lumia 620 er 3.8″ ClearBlack LCD skjár sem styður upplausn uppá 800×480 punkta (WVGA) og er hann því 15:9. Punktaþéttleikiinn er 246ppi Nokia-Lumia-620sem er nokkuð gott, miðað er við verðið á símanum. Myndir, texti og flest sem ég prófaði var skýrt og fallegt á þessum skjá ásamt því að allt margmiðlunarefni sem ég prófaði kom vel til skila.

Skjáskroll og almenn gagnvirkni var góð og brást síminn hratt og vel við öllu sem ég gerði á honum. Eina skiptið sem ég sá símann ströggla við snertingu var í Facebook BETA appinu en það er líklega appinu sjálfu að kenna enda ekki lokaútgáfa af því (BETA).

Nokia hafur náð mjög langt með myndavélar í snjalltækjum og er myndavélin í Nokia Lumia 920 að flestra mati sú allra besta á markaðnum í dag. Hér átti ég von á miklum vonbrigðum í svo ódýrum síma.

Myndavélin í Lumia 620 er 5MP með f/2.4 ljósopi, 4x stafrænum aðdrætti og ágætu flassi. Myndavélin skilaði sínu ágætlega og á pari við það sem maður er vanur hjá “venjulegum” snjallsímum.

Fljótlega mun ég búa til albúm með samanburðar myndum úr Lumia 620, 820 og 920 (tengill væntanlegur).

Lumia 620 tekur eins og fyrr segir ágætar ljósmyndir ásamt því að geta tekið upp 720p videóupptöku.

Til að styðja við hljóðupptökur og til að bæta hefðbundin talgæði notar Nokia tvo hljóðnema sem skilar sér í ágætum gæðum á hljóðupptökum. Símtalsgæðin eru mjög góð en þessir tveir hljóðnemar vinna saman að því að eyða vind- og umhverfishljóðum úr samtölum (Noise cancellation). Hátalarar símans skiluðu þokkalegum hljómi við símtöl með hátalara en eru ekki ætlaðir til tónlistarafspilunar að mínu mati.

Lumia 620 er einnig með myndavél á framhlið sem tekur myndir í allt að 640×480 (f/2.4) sem hentar ágætlega fyrir myndsímtöl (t.d. Skype).

 

 

Margmiðlun og leikir

Margmiðlunarupplifun á Lumia 620 er góð og réð hann við að spila “allt” það sem ég ætlaði honum. Hvort sem það var bíómynd af innra-minni eða SD-Korti, Youtube video eða aðra vefstrauma. Lumia 620 er með góðum tónlistarspilara og með XBOX music (eða Spotify) áskrift þá ertu kominn með öfluga tónlistarkosti. Einfalt er einnig að bæta við tónlist eða bíómyndum beint af tölvu og ætti Lumia 620 að ráða við flest allt sem þú gætir vilja nota hann í.

Nokia_Lumia_620 (3)

Sem margmiðlunartæki þá er kostur að hafa Micro-SD rauf þannig að margmiðlunarefni geti allt verið á stóru SD korti.

 

Hugbúnaður og samvirkni

Allir Windows Phone 8 símar koma með glæsilegri hugbúnaðarsvítu sem gerir það að verkum að mig vantaði ekki mörg forrit til viðbótar. Sem dæmi um forrit sem fylgja ókeypis með má nefna Office Pakkinn með Word, Excel og PowerPoint, One Note, Here svítan ásamt þessu venjulega eins og tölvupóstforrit, pdf lesara, reiknivél, dagbók, tengiliðir, vekjaraklukka o.s.frv.

Office pakkinn gerir notanda kleyft að vinna með Word, Excel og PowerPoint skjöl beint af SharePoint, SkyDrive eða af símanum sjálfum. Hægt er að breyta þeim, senda með tölvupósti eða bara vista í skýið án þess að þurfa að kaupa auka hugbúnað. Ég hef aldrei kynnst svona góðri skjalavinnslu á snjallsíma áður. Vafrinn í Windows Phone 8 er gríðarlega góður og að mínu mati einn sá besti af þeim vöfrum sem fylgja með snjallsímum í dag. Chrome fyrir Android er reyndar mjög góður en ég á erfitt með að meta hvorn mér líkar betur við.

Ef þig vantar fleiri forrit þá býður Microsoft Store upp á 145 þúsund forrit (13.05.2013) sem er jú minna en Google og Apple bjóða uppá en ég verð samt að segja að ég fann forrit fyrir allt sem mig vantaði. Forrit sem ég sótti mér til viðbótar voru Itsdagram – Twitter  –  Facebook Beta  (eða official) – Angry Birds  (já ég veit) – Foursquare  (eða 4th & Mayor) – SophieLens for NokiaWeatherFlashlight XT112 Viper Boltagáttin

En hér er ágætislisti yfir forrit sem Íslenskir WP notendur nota og hér má lesa um Nokia Here leiðsöguforrit sem fylgja ókeypis með öllum Nokia Lumia símtækjum

Nokia-Here-Drive

 

Niðurstaða

Nokia Lumia 620 kom mér skemmtilega á óvart en þrátt fyrir að vera í flokki með ódýrum snjallsímum þá virkaði hann vel og leysti þau verkefni sem ég lagði fyrir hann með sóma. Vitanlega eru alltaf málamiðlanir í svona ódýrum tækjum og að mínu mati á það helst við um rafhlöðan, lyklaborðið (vegna skjástærð) og plastskelin sem er frekar “ódýr” viðkomu.

Lumia 620 stenst fyllilega samanburð við síma á svipuðu verði. Í raun og veru er erfitt að finna síma sem býður uppá sambærilega kosti og virkni á þessu verði en ég sé Lumia 620 sem fullkominn síma fyrir þá sem vilja ekki eyða mjög miklu í snjallsíma en vilja samt síma sem getur “allt”.

 

 

Einnig er þetta kjörinn sími fyrir fyrirtæki en með Windows Phone 8 fá fyrirtæki mjög góða tölvupóstvirkni ásamt möguleikan á því að starfsmenn geti skoðað og unnið í Office skjölum beint af símanum símum. Windows Phone 8 stýrikerfið er mjög stapílt og virkaði hnökralaust á Lumia 620 en stýrikerfið byggir á lifandi reitum sem gerir símann persónulegan og þæginlegan að mínu mati.

 

Að lokum þá er hér myndband þar sem Joe Belfiore yfirmaður Windows Phone deildar Microsoft fer nokkuð ýtarlega yfir kosti WP8.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira