Núna var að klárast fréttafundur þar sem Nokia kynnti nýtt flaggskip og í Nokia Lumia 925 má segja að flottur sími sé að verða enn flottari.
Annars eru speccar fljótt á litið svipaðir og á Lumia 920 en Lumia 925 er þynnri, léttari og úr málmi 🙂
Þyngd:
Lumia 925 er aðeins 138 gr og er þannig svipaður og Samsung Galaxy S2-S3-S4 sem eru rétt rúmlega 130 gr. Mikill munur frá Lumia 920 sem er 185 gr en ekki alveg jafn léttur og iPhone 5 sem er aðeins 112 gr.
Myndavél:
Endurbætt 8.7 MP myndavél með IOS og Carl Ziess linsu og flash´i ásamt miklum uppfærslum á myndavéla hugbúnaði
Þynnri:
Lumia 920 var fyrst og fremst þungur útaf innbyggðri þráðlausri hleðslu en Nokia ákvað að fara aðra leið með Lumia 925. Núna er þráðlaus hleðslan ekki innbyggð heldur kemur hún sem “hulstur” yfir Lumia 925. Þannig verður hún aukahlutur og er það vel.
Lumia 925: 129 x 70.6 x 8.5 mm (um 20% þynnri)
Lumia 920: 130.3 x 70.8 x 10.7 mm
4G:
Vitanlega er Lumia 925 með 4G (LTE) og kemur til með að styðja öll bönd sem Lumia 920 styður.
Geymslupláss:
Lumia 925 kemur með 16GB geymslurými til að byrja með en seinna kemur útgáfa með 32GB og hann er EKKI með rauf fyrir Micro-SD sem verður að teljast vera vonbrigði.
[nggallery id=4]
Hands-On video frá TheVerge
Meiri upplýsingar á TNW og á Neowin