Heim MicrosoftWindows 8 Cisco VPN – villa 442

Cisco VPN – villa 442

eftir Jón Ólafsson

Ég lendi stundum í brasi með Cisco VPN client á 64 bita Windows 8 vélum. Skiptir engu hvort ég prófa x86 eða x64 útgáfu Cisco clientinum.

Þetta lýsir sér þannig að sumar vélar reyna að tengjast og tengjast þar til eftirfarandi villugluggi kemur

Secure VPN connection terminated locally by the Client     (local villa á vinnustöð)
Reason 442: Failed to enable Virtual Adapter

RVFGq

 

Til að laga þetta

  1. Loka Cisco VPN forritinu
  2. WinTakki og skrifa: regedit   til að opna RegEdit
  3. Leita að:   HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControl­Set\Services\CVirta
  4. Skoðaðu strenginn undir DisplayName en líklega stendur einhver vittleysa þar.
  5. Ef svo er þá þarf að breyta DisplayName í: Cisco Systems VPN Adapter for 64-bit Windows
  6. Loka RegEdit og opna Cisco forrit og reyna aftur…

Vitanlega eru breytingar á Registry á þína ábyrgð og þetta aðallega hugsað til minnis fyrir mig…

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira