Núna reikna allir með því að lesa um hversu mörg Windows 8 leyfi Microsoft hefur selt þegar FY13 Q3 var kynnt í dag. Því miður þá gefur Microsoft svona upplýsingar sjaldan upp.
Það eru samt ýmsar vísbendingar sem greiningaraðilar hafa deilt með okkur ásamt nokkrum tilkynningum frá Microsoft við misjöfn tilefni.
Windows 8 fór í almenna sölu 26. oktober 2012
eftir mánuð: 40 milljón eintaka seld
eftir rúma 2 mánuði: 60 milljónir eintaka selsd.
Þetta eru leyfi seld til OEM og í uppfærslur úr Windows XP/7/Vista
Ekki með fyrirtækjasamningum (Volume License)
Windows 7 sem Microsoft sagði að væri það stýrikerfi sem seldist hvað hraðast (“the fastest selling operating system in history.”) var að seljast á svipuðum hraða.
Eftir 6 mánuði: 100 milljón eintaka seld
Ég mundi því segja að nýlegar fréttir af dauða Microsoft vegna minnkandi x86 PC sölu hafi verið ótímabærar. Vegna uppfærslutilboða á Windows 8 þá jukust tekjur Microsoft bara af OEM um 17% og náðu því að vega upp á móti minnkandi PC sölu. Tekjur af öðru en OEM (t.d. Surface, retail og Volume License) urðu þess valdandi að Windows deildin sýndi tekjuaukningu uppá 40%.
Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro Umfjöllun
Heimildir og frekar upplýsingar
Windows sales to date
Microsoft: Windows 7 still going strong
Microsoft: Earnings Release FY13 Q3 og Press Release og Webcast
Microsoft Q3: Profit up despite PC market slump