Heim MicrosoftWindows Mobile Topplisti: Forrit í Windows Phone

Topplisti: Forrit í Windows Phone

eftir Jón Ólafsson

Ég spurði hóp af Windows Phone notendum á Facebook fyrir nokkrum vikum, hvaða forrit þeir nota helst á símunum sínum. Það tóku 28 þátt og gáfu samtals 98 atkvæði. Hér er listinn og eru nokkur atriði sem vekja athygli mína

Uppfærður listi hér

  • 6 af 10 vinsælustu öppin eru innbyggð í Windows Phone stýrikerfið (eitt bara fyrir Nokia)
  • 36 af  þessum 43 öppum eru ókeypis
  • Hvar eru forrit eins og: Evernote, Viber, PDF Reader, Temple Run, Fruit Ninja, Indriði o.s.frv.

Mörg vinsæl innbyggð forrit segir mér að Microsoft hefur tekist vel með að hanna innbyggð forrit og er ég sammála þessu. Einnig vekur athygli mína hvað það eru fá keypt forrit á þessum lista. Það er samt sambærilegt við mína upplifun af öðrum kerfum.

 

Sæti  Verð
1 Nokia Navigation/Maps
2 Kids Corner  (innbyggt)
3 People HUB  (innbyggt)
4 Rooms  (innbyggt)
5 MS Office  (innbyggt)
6 OneNote  (innbyggt)
7 SkyDrive
8 City Lens  (innbyggt í Nokia)
9 Twitter
10 Leggja
11 1st4 Live Manchester United
12 4th & Mayor
13 Boltagáttin
14 Lomogram
15  299kr Nextgen Reader
16 Burton  (Nokia)
Öll hér fyrir néðan voru með 1 atkvæði hvert
18 TVShow
19 Premier League
20 PhotoGrid
21 Rdio
22 Podcast
23 SkyMusic Lite
24 Strætó bs
25 Lync 2010
26 Lync 2013
27 TuneIn
28 Blink
29 CheckMyTrip Mobile
30 Photofunia
31 Yammer
32 Facebook
33  149 kr Thumba Photo editor
34 Skype
35  399 kr Pictures Lab
36 Photosynth
37 Photobeamer   (Nokia)
38 Nokia Panorama   (Nokia)
39  599 kr Outdoor Navigation
40  299 kr Measure Note
41  299 kr Icecams 2k11
42 Audible
43 Rowi

 

Tekið saman 09.04.2013

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

7 athugasemdir

Steini Thorst 10/04/2013 - 11:12

Held reyndar að Viber og Temple Run hafi ekki verið komin inn þegar þú gerðir þessa könnun.
Eins er í raun merkilegt hvað fáir leikir eru á þessum lista. Segir það eitthvað um aldur svarenda og/eða aldur þeirra sem sækja þær FB síður sem könnunin var birt á? Reyndar eru ansi margir leikir sðilaðir í símanum mínum nokkrum sinnum í viku af syni mínum.

En það verður áhugavert að sjá niðurstöður samkonar könnunar eftir hálft ár.

Reply
Lappari 10/04/2013 - 11:28

Góðir punktar og líklega 100% rétt. Það er allavega komið í dagbókina að gera aðra eftir 6 mánuði.

Reply
Eiríkur 11/04/2013 - 15:20

Hef ekki náð Viper inn ennþá. Í dag er 11. apríl 2013. Ef þið hafið ráð til þess, vinsamlegast kennið oss.

Reply
Lappari 11/04/2013 - 16:04

Góð spurning, sé að Viper messenger er ekki lengur inni?
http://www.windowsphone.com/en-us/store/app/viber-messenger/f4631757-d1f6-4727-bd65-e6bc6c8e35da

Má ég samt spyrja afhverju ekki Skype ?

Reply
Lappari 13/04/2013 - 01:06 Reply
Gulli 10/04/2013 - 15:18

Kemur mér mest á óvart hvað Facebook er neðarlega.

Reply
Lappari 10/04/2013 - 15:25

Sammála, en ég kaus það ekki sem uppáhalds app…. kaus bara top 3-5 sem ég gæti ekki verið án og Facebook er ekki eitt af þeim.

Spurningin var: Hvað er uppáhalds WP appið þitt? Endilega bæta við ef uppáhaldið þitt er ekki hérna

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira