Uppfærsla 1: Tengill í WP 7.5 og 8 neðst í pósti
Uppfærsla 2: Það var að koma uppfærsla sem býður uppá skroll áfram og afturá bak í lögum (visual scrubber) ásamt litlum buggfixum
Spotify er skýþjónusta þar sem hægt er að streyma lögum í tölvu eða snjalltæki.
- Ókeypis útgáfa er með ótakmarkaðri tónlist en með auglýsingum og virkar bara í tölvunni.
- Ef notandi borgar 5 Evrur á mánuði þá er hægt að losna við auglýsingarnar en virkar bara í tölvunni.
- Fyrir 10 Evrur á mánuði fær notandi ótakmörkaða tónlist (online og offline) án auglýsinga, hægt er að hlusta á Spotify í öllum tækjunum þínum. Það eru til forrit fyrir PC, Windows Phone, iOS og Android.
Spotify er löglegt forrit sem starfar í fullri samvinnu við tónlistabransan og er ánægjulegt að sjá þjónustuna loksins virka á Íslandi. Þetta er stórt skref en núna bíðum við bara eftir Netflix, Hulu og Pandora svo eitthvað sé nefnt.
Hér er kynningarmyndband frá Spotify sem gert var fyrir íslenskan markað
Sæktu Spotify fyrir
Þeir sem eru með önnur stýrikerfi geta fengið upplýsingar á Simon.is eða leitað í markaði.
1 athugasemd
Ég faaaagna þessu mjög, Spotify er komið í öll mín tæki og hefur verið í gangi frá því þeir opnuðu hér heima. Yndislegt!