Í dag hefst fomlegur flutningur á MSN tengiliðum yfir á Skype en þessi flutningur mun taka nokkrar vikur. Ef þú ert ekki búinn að fá þér Skype og innskrá þig með MSN notanda þá eru leiðbeiningum um hvernig það er gert hér að neðan.
[divider]
Hefuru aldrei notað Skype?
- Sækja nýjustu útgáfuna af Skype.
- Skráðu þig inn á Skype með Microsoft aðganginum þínum (s.s. hotmail etc.).
Ertu þegar með Skype?
- Uppfærðu í nýjustu útgáfuna af Skype. Smella hér eða Opna Skype > Help > Check for Update
- Skráðu þig inn með Microsoft aðganginum þínum.
- Sameinaðu Skype og Microsoft aðgangana.
Hér er smá samantekt af því sem hægt er að gera með Skype:
- Smáskilaboð, videó samtöl og hringja í síma úr tölvunni, Makkanum, Windows Phone, iPhone, iPad, Android mobile, Kindle Fire og fleiri tækjum.
- Deildu skjánum þínum með fjölskyldu og vinum
- Taktu videó símtöl eða sendu smáskilaboð til Facebook vina þinna
- Hóp videó samtöl með allt að 10 vinum í einu *
- En þetta er bara það helsta – það er hægt að gera svo margt fleira
Leiðbeiningar fengnar frá Microsoft á Íslandi og lagaðar lítillega
[divider]
Aðalmálið er að uppfæra núna og færa þig yfir á Skype strax í dag
Frekari upplýsingar frá Skype hér.
2 athugasemdir
Alveg finnst mér þetta óþarfi, Skype hefur verið, er og mun vera ónýtt forrit sem étur upp allt sem heitið getur vinnsluminni. Alveg skil ég ekki þessa heimskulegu ákvörðun. Þetta er álíka sniðugt og að ákveða allt í einu að allir skulu skila inn GSM símanum og taka upp nýja og endurbætta útgáfu af Dancall NMT símanum, sem étur batterý eins og Androidsími með bóner.
Væri ekki nær að fær Skype nær MSN frekar en að jarða það?
Sveiattan segi ég, sveiattan!
Skil hvað þú meinar og er sammála, Skype er ekki jafngóður/notendavænn og MSN Messengerinn var og er. Ég hef samt notað Skype eingöngu í nokkra mánuði og er orðinn sáttur með þetta. Helst vegna þess að ég var alltaf með MSN (vinir) og Skype (vinna) opið á tölvunni og næ ég að fækka um 1 forrit við þetta.
Það kom uppfærsla á Skype í gær sem lagaði ýmislegt og mér skilst að það eigi eftir að breytast mikið á næstu vikum og mánuðum.