Heim ÝmislegtFréttir Samsung heldur prófunum áfram

Samsung heldur prófunum áfram

eftir Jón Ólafsson

Samsung er einn farsælasti farsíma og spjaldtölvu framleiðandinn á markaðnum í dag og hefur notið gríðalegrar velgengi með Galaxy línunni sinni. Mér virðast samt enginn takmörk vera fyrir því hversu mikið þeir ætla að mjólk þetta nafn. Núna í vikunni tilkynnti Samsung tvö ný tæki í línunni sem eru hvorki meira né minna en 5.8” og 6.3” sem er í alla staði fáranleg stærð fyrir farsíma. Þetta er of stórt fyrir síma og of lítið fyrir spjaldtölvu.

Ég hef prófað Galaxy Note sem er 5.5″ og hann er of stór að mínu mati og þessir því… furðulegir.   Ég fæ oft á tilfynningunni að Samsung sé ekki með deild innanhús sem veltir fyrir sér og prófar hluti áður en þeir framleiða þá.

Ég sá á netinu samantekt yfir skjástærðir sem þeir hafa prófað á Android símana sína og er hún hér að néðan

2.8
3.14
3.2
3.4
3.5
3.6
3.65
3.7
3.97
4
4.2
4.27
4.3
4.5
4.52
4.65
4.8
5
5.3
5.5
5.8
6.3
7
7.7
8
10
10.1

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

5 athugasemdir

Gulli 11/04/2013 - 23:59

Sammála þér með Note 2. Prófaði hann í nokkrar vikur og vandist aldrei stærðinni. Hinsvegar má ekki gleyma því að stærri símar Samsung seljast mjög vel. sIII, Note og Note 2 eru allir með söluhæstu símum heims. Stóra spurningin er bara hvenær “hámarksstærð” er náð.

Reply
Lappari 12/04/2013 - 00:01

Þessir eiga eftir að seljast í bilförmum, ekki spurning… annars væru þeir ekki að koma með þá en þessi stærð heillar mig ekki. Kannski einstaklingur sem á hvorki snjallsíma eða spjaldtölvu og er alveg sama hvað fólk segir um hann (grín) 🙂

Reply
Gulli 12/04/2013 - 00:12

Það sem er áhugaverðast við þessa síma er að þetta eru mid-range símar. Kosta væntanlega undir 100k hér á landi.

Reply
Lappari 12/04/2013 - 00:24

Athyglisverður munur á aðferðum Samsung og Apple.

Apple hannar það sem þeim finnst best með rannsóknum og þróunn..
Samsung virðist framleiða og framleiða og síðan vonast til að það virki.. sem það hefur gert

Reply
Gulli 12/04/2013 - 00:51

Þessi tvö fyrirtæki eru að gera nánast allt rétt en með gjör ólíkum hætti. Apple framleiðir örfár vörur en Samsung endalaust margar. Apple er laser fókusaðir á fáa einfalda fídusa, sama fyrir alla og einfaldleika. Samsung hendir öllu draslinu á vegginn og sér hvað festist.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira