Heim ÝmislegtUppfærslur Outlook.com – Uppfærsla væntanleg

Outlook.com – Uppfærsla væntanleg

eftir Jón Ólafsson

Eins og margir vita þá tók Outlook.com við af Hotmail´inu sem að Microsoft átti og rak Ég ásamt milljónum annara færði mig yfir á Outlook án þess að hugsa mig um. Outlook er samvinklað inn í SkyDrive lausnir Microsoft og samstillist því fumlaust með Mail, Calendar og Contact í Windows 8, er því augljós kostur fyrir Windows notendur.

Helsti ókostur við Outlook.com hefur samt verið að dagbókinn hefur alltaf verið eins og klippt útúr Office 2003, virknin hefur verið góð en útlitið skelfilegt að mínu mati…
Þetta er loksins að breytast núna en Microsoft hefur gefið út að uppfærsla sé “að detta í hús

 

month
Eins og sést þá er loksins búið að samræma útlit með öðrum Outlook veföppum

Helsta kostur outlook.com er að mínu mati stílhreint og “nútímalegt” útlit en ég nota Outlook.com fyrir tölvupóst, tengiliði og dagbók í staðinn fyrir Gmail. Ég loggaði mig síðast þar inn fyrir 6 mánuðum og setti áframsendingu á Gmail yfir á Outlook sem er mjög einfallt. Ég var orðinn þreyttur á Gmail, fannst það orðið of seinvirkt og hlaðið fídusum sem ég hef engann áhuga ásamt því að mér fannst það einfaldlega ljót. Vitanlega mín skoðun en svona er þetta bara.

Hér er Youtube´a sem sýnir hversu einfallt og stílhreint innhólfið er…

 

Tölvupóstur er einfalt samskiptaform og því engin ástæða til að flækja það neitt.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Haraldur Helgi 04/04/2013 - 03:09

Sko, mér finnst alveg merkilegt að þetta skuli ekki vera komið fyrr. Ég eiginlega gafst uppá þessari póstþjónustu svona “online” amk því fyrir það fyrsta fannst mér þetta ekki nógu spennandi útlit og svo er það þessi takmörkun á stærð viðhengja.
Gmail leyfir mun stærri viðhengi sem hentar mér mun betur því ef ég er til dæmis að senda 1-2 RAW skrár þá nenni ég enganvegin að henda þeim inn á SkyDrive og svo deila foldernum/skránni í gegnum tölvupóst. Finnst það bara of seinlegt og andfúlt.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira