Uppfært: Sjá neðst
Windows Phone notendur virðast þurfa að bíða eftir almennilegu Instagram forriti eitthvað lengur. Það eru ýmis staðkvæmdaröpp sem WP notendum stendur til boða og gera mesta allt sem Instagram hefur án þess að pósta á Instagram og án samskiptahlutans. Sem dæmi má nefna InstaCam, Metrogram, WPGram, LomoCam og að ógleymdu #2InstaWithLove.
Núna er komið nýtt forrit sem heitir Instagraph og til að gera langa sögu stutta þá heillar það um mig ekki. Það er samt möguleiki að notendur Windows Phone taka Instagrapg mögulega vel. Þetta forrit getur sent myndir inn í Instagram en þó með nokkrum takmörgunum.
- Samskiptahlutinn virðist ekki virka
- Virkar bara með Windows Phone 8 (WP7 kemur seinna)
- Bara hægt að hlaða 3 myndum á dag (til að byrja með)
- Kostar um 315 kr og án ókeypis prufu
Windows RT útgáfa væntanleg
Hér er myndband sem sýnir hvernig notandi hleður upp myndum
Tengill í forrit á markaði
Uppfærsla
Mig langar að vara við að notendur kaupi þetta forrit núna. Bæði vegna þess að það er mjög takmarkað í virkni og það hafa komið upp vandamál og vafasöm atriði við innsendingar. Hef séð dæmi þar sem vittlausar myndir hafa verið innsendar eða einfaldlega farið á vittlausan “vegg”.
Eitthvað info hér