Heim ÝmislegtGoogle Google hættir að nota WebKit

Google hættir að nota WebKit

eftir Jón Ólafsson

Uppfært: Sjá neðst

Síðast í gær átti ég rökræður við kollega minn um vafra. Hann sagði mér að Google Chrome væri lang besti vafrinn á markaðnum í dag Chrome hann noti WebKit. Vafrar sem nota ekki WebKit (“besta” redervélin á markaðnum að hans sögn) eru lokaðir, hægvirkir og virka illa á mörgum heimasíðum.

Ég verð að hitta viðkomandi í dag því Google hefur tilkynnt að þeir eru hættir að nota WebKit… Þess í stað notast þeir við Blink sem er afskrengi (forkur) af WebKit. Til að byrja með þá hefur þetta engin áhrif fyrir Developers því Blink er byggt á WebKit sem Google hafa hreinsað til í, bætt og einfaldað. Það eru samt margir sem halda áfram að nota og þróa WebKit eins og t.d. Apple sem hóf þetta verkefni, Blackberry, Intel, Nokia, Samsung, Adobe og Netflix.

 

Staðlar

 

Þessar fréttir komu flatt uppá Operamenn sem gáfu út fyrir nokkrum vikum að þeir væri hættir með eigin rendervél og ætluðu að færa sig yfir í WebKit. Stuttu eftir tilkynningu Google þá gaf Opera út aðra tilkynningu þar sem þeir segjast ætla að taka þátt í Blink þróunn.

Hvernig sem þetta fer allt saman þá er ljóst að þetta er ekki dauður markaður og gaman verður að fylgjast með þróuninni í framtíðinni

Uppfærsla: Vegna ábendinga þá laga ég greinina aðeins til því áhrifin af þessum breytingum verða ekki miklar til að byrja með. Blink er WebKit grunnur sem Google tók og snyrti til og heldur áfram að þróa.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira