Það er svolítið síðan ég skipti úr GMail og fór að nota Outlook.com í staðinn. Það eru margar ástæður fyrir því en sú helsta er að umhverfið í Outlook.com hentar mér mjög vel, einfalt, stílhreint og “fallegt”.
Ég skráði mig inn í GMail fyrir nokkrum mánuðum og setti áframsendingu á allan póst yfir á Outlook netfangið mitt. Gmail síar sjálfkrafa frá fullt af ruslpósti en samt ekki allann. Því það var eitthvað að berast í ruslhólfið á Outlook og fór ég því að skoða þennan póst betur.
Svona lítur þessi póstur út í innhólfinu í GMail með svona smart auglýsingu sem ég bað ekkert um að fá..
ATH ég veit að það er einfalt að bæta þessu við Ruslsíuna hjá Google en samt áhugavert að þetta berist í innhólfið.
Svona lítur sami póstur út í ruslhólfinu á Outlook.com. Þarna sem sagt slapp hann í innhólfið á GMail og þaðan á Outlook.com útaf áfram sendingunni en þar fór hann í Ruslið.
Ég tek sérstaklega eftir því að á Outlook.com er ég ekki angraður af auglýsingu sem ber að fagna. Var að tala við einn á Twitter um þetta og hans reynsla er akkúrat á hinn veginn. Þetta er því eins og flest annað bara val á provider en ég veit allavega að Outlook.com hentar mér betur í dag.