Heim ÝmislegtFréttir Gartner – Vandræði hjá Microsoft, Apple eða Google?

Gartner – Vandræði hjá Microsoft, Apple eða Google?

eftir Jón Ólafsson

Greiningarfyrirtækið Gartner gaf út skýrslu í síðustu viku sem hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Í stuttu máli þá spáir Garner því en og aftur að dagar PC tölvunar séu taldir, núna er það árið 2017. Þá á sem sagt að vera farið að þrengja að Microsoft þar sem minnkandi PC sala mun valda því að hlutur Windows í stýrikerfa markaðnum minnki.

Þetta kann að vera rétt en ég leyfi mér að efa það því Gartner hefur allar götur síðan 2006 (aftur 2009) spáð yfirvofandi falli á markaðnum. Sem dæmi um fáranlegar ráðleggingar þá ráðlagði Gartner Apple árið 2006 að hætta algerlega í vélbúnaðframleiðslu og láta Dell um að framleiða Mac´inn. Get ekki sagt að Apple hefðu grætt meira á því en þeir gera í dag með iMac, MacBook, iPad og iPhone…
Hér er ágæt grein af ZdNet sem tekur saman helstu rangfærslur Gartner síðan 2004

Allavega þá þykir mér stórkostlegt að erlendir miðlar skula lepja upp yfirlýsingar Garner án þess að rýna gögnin. Gögnum sem Gartner hefur safnað saman og hvorki þeir né ýmsir “fréttamenn” virðast ekki hafa skynsemi til að túlka þau rétt.

Þetta eru upplýsingar frá Gartner úr skýrslunni sem gefin var út núna í apríl 2013

Gartner

Miðað við þetta er markaður fyrir borð- og fartölvur sannarlega að minnka, eða væri kannski réttara væri að segja að hann er að breytast?
Það er réttara að túlka stöðuna þannig að mörg heimili séu hætt að kaupa sér borð- eða fartölvur og kaupi sér frekar Hybrid eða Ultrabækur í staðinn. Þetta er sannarlega rétt en hverju breytir þetta með útkomuna?

Samkvæmt skilgreiningu Gartner er þetta skilgreiningin á Ultrabók:
The combination of ultrabooks and the MacBook Air is an “ultramobile notebooks.” Typically, ultramobile laptops are under 3.5 pounds and less than 0.8-inches thick.

Þetta eru sem sagt léttar og meðfærilegar vélar…. uhhh þessar vélar eru til, með lyklaborði og snertimús og þær eru með sama stýrikerfi og PC vélarnar !!

Microsoft framleiðir og selur Surface Pro sem að fellur algerlega í þennan flokk. Sama á við um vélar frá fjölmörgum Microsoft partnerum sem framleiða og selja Windows 8 Hybrid/tablet. Sem dæmi má nefna HP Envy X2, Samsung 500T/700T, Dell XPS12 og Acer Iconia W700. Macbook Air er í þessum flokki og líklega Macbook Pro (aðeins of þung/þykk) en þær eru samt með sama stýrikerfi og borðtölvur frá Apple.

 

Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro Umfjöllun

 

Eftir þessa skilgreiningu er hægt að skoða gögnin frá Gartner aftur og núna í réttu ljós

raun

Þetta segir allt aðra sögu eins og sjá má

  • PC og Ultrabækur er spáð 5% vexti á þessum 4 árum
  • Spjaldtölvum er spáð 303% vexti á þessum 4 árum

 

Þetta segir mér eitt og það er að neytendur séu að færa sig frá stærri og þyngri vélum yfir í minni og nettari. Þetta hafa þessi stóru fyrirtæki vitað lengi og þess vegna hefur verið svona sterk þróunn í átt að minni og léttari vélum. Þetta vilja notendur og framleiðendur eru að svara þessari þörf.

Fimm punktar sem ég tek með mér frá þessum pælingum mínum

Númer 1:    Ekki taka fyrirsögnum eða tölfræði trúandi blint. Það geta allir gert mistök eða mistúlkað gögn.
Hvort sem það er viljandi eða ekki.

Númer 2:   Mögulega er 303% vöxtur fyrirséður í spjaldtölvum á næstu 4 árum er meira en ég áttaði mig á.

Númer3:   Ég skil núna afhverju Microsoft kom með Windows RT (spjaldtölvukerfi sem keyrir á ARM), lítil prósenta af stórum markaði er betra en ekkert. Dæmi um RT vél er Microsoft Surface RT.

Númer 4:  Tímasetningin á miklum breytingum í Windows 8 nú skiljanleg. Núna getur Microsoft selt OEM stýrikerfi í þessar litlu léttu vélar (touch eða non-touch)

Númer 5:   Það skiptir Microsoft engu máli hvort þeir selja stýrikerfi í fartölvu, borðtölvu, hybrid eða tablet, Microsoft selja OEM alltaf leyfin.

Ég gerði nokkrar pælingar að mínum eða breytti með góðfúslegu leyfi frá höfundi

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira