Vonandi verður mér fyrirgefið en mér fannst þetta svo óspennandi kynning hjá Facebook að ég ætlaði ekki að nenna að skrifa um hana
Hugsunin á bakvið Facebook Home er sem sagt “What if apps were designed around people first?” – Mark Zuckerberg.
Þetta er í stuttu máli það sem Windows Phone stendur fyrir og ég hef haft aðgang að sambærilegu í People Hub síðan ég færði mig yfir á Windows Phone 8.
Hér er kynningarmyndband frá Facebook
Stóri fréttirnar í mínum huga er að Facebook Home verður aðeins aðgengilegt til að byrja með á eftirfarandi tækjum frá og með 12. apríl
Þarna vantar þó nokkra vinsæla Android síma eins og til dæmis Nexus 4 og Galaxy S2…
Einnig spyr ég mig að því hvað Facebook sér við þetta en ég giska á að það sé ekki langt í að notendur Facebook Home fari að sjá auglýsingar á læsiskjánum eða annarsstaðar í kerfinu. Ef þú hefur enn áhuga þá getur þú skoðað þetta hér á Facebook Home