Heim MicrosoftWindows Mobile Facebook app uppfært

Facebook app uppfært

eftir Jón Ólafsson

Það hefur verið til Facebook app fyrir Windows Phone lengi, hefur það fengið uppfærslur reglulega. Nýjasta uppfærslan kom í gær og á hún að laga ýmislegt sem hefur verið kvartað yfir hjá notendum Windows Phone. Aðallega beinast kvartanir að því að appið hefur verið frekar hægvirkt ásamt því að ýmsir valmöguleikar sem hafa verið í Android og iOS öppum hefur vantað á WP.

 

Samkvæmt Microsoft Store þá eru þetta nýungarnar fyrir Windows Phone 8

Improved performance, support for multiple resolutions and tile sizes plus more!

Appið hefur sannarlega verið lagað mikið og virkar mun hraðvirkara en það gerði en ég átta mig ekki á hvað “plus more” stendur fyrir.
Sérð þú eitthvað?

Athyglivert að sjá stuðning fyrir mismunandi skjástærðir en það bendir kannski til nýrra tækja?

 

Ég uppfærðli appið með því að opna Store á símanum, finna Facebook og þar smellti ég á Update

Hér er líka hægt að sækja Facebook

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Haraldur Helgi 19/04/2013 - 21:04

Það virkar líka rosalega vel að nota Icelandig goosefeet „ og “…
Annars þá má Facebook app í farsíma fara fjandans til, hef aldrei skilið afhverju FB vill vita hvar ég er með því að ræsa GPS-ið þó ég sé búinn að „loka“ á það í stillingunum.

Eins og fyrrverandi KGB mannfreskjan sagði, „Facebook er besta njósnavél allra tíma!“

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira