Andstætt við Apple sem framleiða sinn hugbúnað og vélbúnað sjálfir þá eru Microsoft helst þekktir fyrir framleiðslu og sölu á hugbúnaði og stýrikerfum. Microsoft hefur þannig séð um að framleiða hugbúnaðinn en látið öðrum (OEM) eftir að framleiða vélbúnaðinn. Þeir hafa þó lengi framleitt og selt vélbúnað með góðum árangri, ber þar helst að nefna Xbox vélarnar ásamt vönduðum músum og lyklaborðum.
Eins og margir vita þá gaf Microsoft út nýja útgáfu af Windows stýrikerfinu sínu sem heitir Windows 8 og kemur út í þessum útgáfum.
- Windows Phone 8 : Snjallsímar
- Windows 8 : Fartölvur, borðtölvur og blendingja (e. hybrits)
- Windows 8 RT : Spjaldtölvur og virkar bara á ARM örgjörvum
Stærsti munir á Windows 8 og Windows 8 RT er sá að Windows 8 RT getur ekki notað hefðbundin Windows forrit (eins og t.d. Photoshop). Þess í stað styðst hún við forrit sem fylgja með ásamt því að hafa aðgang að tugum þúsunda forrita í gegnum Windows Store sem er forrita, tónlistar og leikja markaður Microsoft. Þar er bæði hægt að kaupa og eða sækja ókeypis forrit.
Microsoft Surface RT er fyrsta spjaldtölvan sem kemur frá Microsoft og má því með sanni segja að þeir séu seinir að þessum markaði sem Apple og Android vélar hafa hingað til setið að. Ekki er hægt að neyta því að ég beið eftir Microsoft Surface RT með töluverðri eftirvæntingu enda vélin nokkuð mikilvæg fyrir Microsoft.
Fyrsta Surface auglýsingingin frá Microsoft….
Surface RT hefur fengið blendnar móttökur hjá tæknitímaritum síðan hún kom út, sumir hreinlega elska vélina meðan aðrir benda á hvað vanti. Ég passaði mig á því að bera Surface RT saman við iPad og Android vélar þó svo að aðgangur í hefðbundið Windows skjáborð geti verið ruglingslegt (meira um það seinna). Ég sótti allar uppfærslur fyrir vélina áður en ég byrjaði enda margt sem er búið að gera fyrir Surface RT síðan hún kom í sölu. Sem dæmi þá kemur vélin með Office 2013 Preview sem er síðan uppfært í fulla útgáfu með niðurhali með Windows Update.
Surface kemur út í tveimur útgáfum, spjaldtölva og blendingur sem er PC tölva í spjaldtölvu “líkama”. Ég fjalla sem sagt um spjaldtölvuna hér en hún sem keyrir á ARM kubbasetti. Stóri bróðir (með Windows 8 PRO) sem mun geta notað öll hefðbundin forrit (Office, Photoshop o.s.frv.) og keyrir á Intel (x86) kubbasetti með i5 örgjörva. Til að einfalda skilgreiningu þá er þessi Surface RT vél sannarlega spjaldtölva meðan Surface sem keyrir á Windows 8 PRO sannarlega hybrid vél sem brúar bilið á milli spjaldtölvu og fartölvu.
Viðbót þessu tengt
Surface Pro umfjöllun
Hönnun og vélbúnaður.
Það er erfitt að verða ekki hugfangin af hönnun vélbúnaðarinns en hann hefur almennt fengið mjög góða dóma þó svo að benda megi á að vélin er örlítið þykkari en t.d. Nexus7 og nýji iPadinn. Vélin er í álskel (VaporMg) sem gerir vélina sterkbyggða en tilfinningin sem ég fékk var „þessi vél er massív, vel hönnuð og sterk“
Surface er með útsmellanlegan fót (Kickstand) sem hefur ekki sést áður á spjaldtölvum. Þetta er skemmtileg viðbót og gerir innslátt með lyklaborði mjög þæginlegan. Einnig er þetta mjög gott ef t.d. verið er að horfa á bíómynd í vélinni. Ég hefði viljað geta stillt standinn eftir undirlagi, taka hann lengra út eða inn eftir þörfum.
Vélin er með 2GB vinnsluminni og fjórkjarna Tegra3 örgjörva (T30, 1.3 GHz) sem er nokkuð öflugur og nær að keyra stýrikerfið og öll forrit nær hnökralaust, vélin hoppar milli forrita hratt og vel. Ég segi nær hnökralaust þar sem ég tók stundum eftir því að forrit voru stundum smá stund að ræsa sig upp en næst þegar þau voru prófuð virkuðu þau vel. Þetta má skilgreina sem hik (lag) í kerfinu sem ætti að vera einfalt að laga með uppfærslu og hefur verið gert með minni uppfæslum.
Það eru tvær 720p myndavélar á Surface RT, ein að framan fyrir ofan skjáinn sem hentar vel í myndsamtöl og síðan önnur aftaná skjánum fyrir myndatökur. Báðar sinna sínu hlutverki ágætlega, ekki hágæða myndavélar enda mundi ég aldrei ráðleggja notendum að nota spjaldtölvu við myndatökur.
Surface RT kemur í tveimur stærðum eða 32GB og 64GB en mikið hefur verið talað um pláss og plássleyfi á Surface vélunum. Einfalt er að auka laust geymslupláss með þessari einföldu aðgerð .
Tengimöguleikar
Surface RT er með microSD rauf sem styður allt að 64GB kort sem er ódýr og einföld leið til að auka við geymsluplássið. Einnig er hefðbundið USB port til að tengja við flakkara, mús, lyklaborð, 3G módem eða minnislykil. Á Surface RT er einnig HDMI mini tengi þannig að einfalt er að tengja vélina við auka skjá, sjónvarp eða skjávarpa og senda þannig mynd og hljóð á stærri skjá með stafrænum gæðum. Vélin er Bluetooth 4 ásamt hefðbundnu þráðlausu netkort sem styður 802.11a (a/b/g/n) og þannig allt að 300Mbps. Vélin er einnig með lítið tengi fyrir heyrnartól.
Hér er myndband sem sýnir tengimöguleikana ágætlega…
Rafhlaða og lyklaborð
Það er 31.5 Wh rafhlaða í Surface og samkvæmt Microsoft þá má reikna með 8 klst útúr henni við eðlilega notkun og 7-15 daga bið (standby idle life) en ég náði oft miklu meira en það. Hugtakið eðlileg notkun er alltaf sveiganlegt en þrátt fyrir töluvert mikla notkun þá lifði Surface vel af eðlilegan dag með töluverði vafri og lestri bóka. Með því að spila bíómynd (endurtaka aftur og aftur) yfir þráðlausa netið þá lifði vélin í 07:27 sem verðir að teljast mjög ásættanlegt.
Microsoft hannaði ekki bara spjaldtölvu heldur tvær tegundir af ansi flottum lyklaborðum líka. Lyklaborðin smella við spjaldtölvuna með segli en það er einfalt og fljótlegt að smella því við. Annað lyklaborðið er snertilyklaborð (Touch Cover) en hit er “venjulegt” lyklaborð (Type Cover) en bæði lyklaborðin smellast á vélina með þessum segli og virka einnig sem skjáhlíf þegar ekki er verið að nota vélina.
Myndband sem sýnir munin á Touch og Type lyklaborðunum
Með því að stilla á Íslensku sem meginmál þá urðu séríslenskir stafir virkir eins og að um hefðbundina PC tölvu væri að ræða. Vitanlega er Surface með venjulegu lyklaborði á skjánum (onscreen keyboard) sem verður virkt ef annað lyklaborð er ekki tengt við vélina. Ef skjályklaborð er notað þá eru íslenskir stafir aðgengilegir með því að halda inni öðrum staf:
Hljóð og mynd
Þrátt fyrir að upplausnin á Surface RT sé minni en á t.d. iPad þá kom skjárinn vel á óvart og skilaði sínu með sóma, fyrirfram reiknaði ég með vonbrigðum þar. Skjárinn err 5-snertipunkta, 10″ ClearType HD snertiskjár með ljósnema sem stillir birtu eftir umhverfi sem sparar rafhlöðu og gerir lestur þægilegri. Ef texti eða myndir eru dregnar að (zoom-in) má sjá að myndir og texti verða örlítið kornótt og enda er það kannski ekki óeðlilegt við 768×1366 (148 ppi) upplausn á 10″ skjá. Þó svo að upplausnin mætti vera meiri þá má samt sannarlega segja að þetta sé góður skjár sem sýnir liti eðlilega og hægt er að horfa á skjáinn frá öllum hornum.
Hátalarar eru tveir og eru staðsettir efst á báðum hliðum Surface sem gefur henni ágætis stereo hljóð hvort sem hlustað er á tónlist eða bíómyndir. Þeir eru einnig hannaðir þannig að þeir varpa hljóði að notenda sem er nokkuð ólíkt mörgum spjaldtölvum sem ég hef prófað.
Ég mæli alltaf frekar með heyrnartólum við hlustun á tónlist þar sem hátaralar eru ekkert sérstaklega hljómmiklir en þeir leysa þó verkið ágætlega og mun betur en Asus TF-300 Android spjaldtölvan sem er hér á borði við hliðina á mér. Surface RT er einnig með 2 hljóðnemum.
Margmiðlun
Á heimaskjá er flýtivísun í venjulegt skjáborð (desktop) sem Windows notendur þekkja vel en heimaskjáinn er eins og á öllum útgáfum af Windows 8. Þaðan er hægt að nálgast „My Computer“ og þau drif sem eru aðgengileg þaðan og umhverfið eins og á venjulegri fartölvu að sjá. Það er þæginlegt að þurfa ekki að finna góðan skráarstjóra til að nálgast innra minnið (heitir C:\ drif), flakkara, USB lykilinn eða auka minniskortið.
Ég gat með einföldu móti tengst nettengjanlegum flakkara sem og netþjónum (File Server) yfir þráðlausa netið eins og ég væri staddur á venjulegri PC tölvu. Þaðan gat ég einnig límt netdrif í skráarstjórann (map network drive) til þess að hafa einfaldara aðgengi að þeim.
Það sem kom mér mest á óvart var að þegar ég tengdist þessum netdrifum var að þá gat ég spilað allar bíómyndir (nema .mkv) án auka hugbúnaðar. Ég prófaði t.d. 900Mb bíómynd yfir WiFi og hófst afspilun innan 5 sek og virkaði hún algerlega fum- og hiklaust. Þetta hef ég aldrei áður séð í spjaldtölvu. Mér tókst þó að gera þetta á Android vélinni minni með aukahugbúnaði og talsverðri vinnu en sú afspilun stoppaði reglulega (til að buffer´a) og var því alls ekki jafnánægjuleg. Varðandi .mkv skrár þá eru til forrit í Windows Store sem eiga að spila þær en ég prófaði það ekki. Ég þurfti ekki að opna skjáborðið (desktop) til að spila media efni af flakkara. Um leið og tækið er tengd þá kemur upp valmöguleiki sem spyr mig hvað ég vilji gera, opna til að skoða eða nota hann fyrir afritun.
Skjáhlutföllin á Surface eru 16:9 sem á mannamáli þýðir að skjáinn er Widescreen (breiður og ekki hár), það getur því verið klaufalegt að halda á henni nema að hún sé lárétt. Þetta er fyrsta 16:9 vélin sem ég prófa og þetta hentar minni notkun betur en 4:3 (t.d. í iPad) það sem ég nota vélina mest í margmiðlunarafspilun. Annars var ég yfirleitt með forrit snappað “(snap view) til hliðar meðan ég var að gera eitthvað annað. Með þessu þá er notandi með litið forrit eins og Twitter straum í litlum parti af skjánum (um 20%) meðan stærstur partur er laus í netvarfi eða til vinnu. Þetta er besta og í raun eina alvöru multitask lausnin sem ég hef séð á spjaltölvum og var ég yfirleitt alltaf með eitthvað forrit snappað meðan ég gerði eitthvað annað.
Hugbúnaður og samvirkni.
Öll hefðbundin forrit (vafri, póstforrit, tengiliðir, skipuleggjari o.s.frv.) fylgja með vélinni en það sem vantar uppá er aðgengilegt í gegnum Windows Store (forritamarkað Microsoft). Það er í tísku að gagnrýna þennan forritamarkað vegna þess hversu fá forrit eru þar eða rúmlega xx þúsund sem virka á Pro/RT. Það má með sanni segja að úrvalið sé minna en hjá Apple og á Android markaðnum. Þetta háði mér samt alls ekki og fann ég allaf þau forrit sem mér vantaði á Windows markaðnum.
Surface RT getur bara notað forrit sem eru aðgengileg af Windows Store eins og er á iPad og Android. Eins og fyrr segir þá getur notandi ekki notað venjuleg Windows (x86 – x64) forrit á þessa vél en að sama skapi er það kostur þar sem stýrikerfið er mjög öruggt og algerlega ónæmt fyrir vírusum og öðrum óværum.
Office 2013 (Home and Student) fylgir með Surface og það þýðir að Word, Excel, PowerPoint og OneNote fylgir með vélinni. Þetta er sannarlega góður pakki og fann ég lítinn mun á þessum forritum samanborið við þá Office upplifun sem ég hef í Office 2013 á fartölvunni minni.
Þar sem ég skráði mig inn í Surface með Microsoft notendandum mínum (Live ID) þá samstilltir Surface sig við notendann minn sem vistaður er í skýinu hjá Microsoft (á SkyDrive).
Þetta þýðir í mjög stuttu máli:
- Þegar ég breyti um skjámynd á Windows 8 fartölvunni þá breytist skjámyndin á Surface.
- Þegar ég bý til Office skjal á fartölvu þá verður það strax aðgengilegt á Surface (vice versa)
- Þráðlaus net sem ég tengist með fartölvu afritast yfir á Surface. Því þurfti ég bara að setja inn WEB lykill við fyrstu uppsetningu og síðan þekkti Surface þráðlausu netin sem ég nota að staðaldri.
- Ég er alltaf með sömu upplýsingar á Surface og á fartölvunni og þarf því ekki lengur að senda skjöl sem ég útbý á spjaldtölvunni yfir á fartölvu með tölvupósti.
Sumt af þessu er hægt í iPad og Android en ekki án auka hugbúnaðar (t.d. með Dropbox eða Google Drive).
Hér er nýjasta Surface auglýsingin
Flash efni virkar ekki á iPad og í Android stýrikerfinu (eftir 4.x) en Flash fyrir fullan stuðning á Windows 8 og RT. Þetta þýðir að þú getur spilað allt flash efni af heimasíðum sem er mikill kostur þar sem mikið af efni er enn í Flash. Tilraunarinnar vegna þá prófaði ég að horfa á nokkra fótboltaleiki yfir internetið með Surface RT og virkaði það fumlaust.
Niðurstaða
Almennt má segja að Microsoft hafi með Surface hannað fallega, öfluga, stílhreina og góða spjaldtölvu sem að mínu mati stenst samkeppni við iPad og öflugar Android vélar. Helsti kostur Surface RT er að hún er mjög einföld í notkun og sé ég fyrir mér að „venjulegir“ notendur geti notið hennar strax án þess að sækja sértæk forrit á markað eins og Office pakka eða media spilara.
Þar sem Surface er sannarlega spjaldtölva þá finnst mér mikilvægt að bera hana saman við aðrar spjaldtölvur eins og iPad og Android vélar. Að mínu mati er ekki til ein spjaldtölva sem hentar öllum en Surface RT gerir tilraun til þess og stendur sig ágætlega við það. Surface RT er vænlegur kostir fyrir fyrirtæki vegna EAS samþættingu, Office pakka og öryggis.
Windows RT hefur verið afskrifað hjá sumum sen Surface RT er fyrsta útgáfan (ver:1) og má reikna með því að vélarnar verði betri með frekari þróunn hjá Microsoft. Við eigum von á öflugum ARM örgjörvum seinna í ár þannig að reikna má með bjartri framtíð og öflugri RT vélum.