Heim Ýmislegt Tækjasaga

Tækjasaga

eftir Jón Ólafsson

Þetta er búið að vera í vinnslu í langan tíma og verður það eflaust áfram því ég er greinilega gleyminn og man ekki nema brot af þessum tækjum sem ég hef átt.

Það er oft gaman að fylgjast með og taka þátt í umræðum á netinu um snjallsíma og mobile tækni almennt. Mér finnst samt ótrúlegt hversu mikla orku við notum í að „verja okkar“ merki og reyna að sannfæra aðra um að „tæki þitt er lélegra en mitt“.

Ég var svona merkjagaur einu sinni en tel mig hafa lært af reynslunni þó ég fái enn mikið útúr því að stríða iGaurum og Droidum aðeins, bara ræð ekki við mig. Ég tel mig samt vita í dag að það er ekki til eitthvað eitt kerfi sem er best fyrir alla. Ég hef komið víða við og langar aðeins að taka saman hvaða tæki ég hef prófað og afhverju ég er með þann síma sem ég nota í dag.

Ég fékk fyrsta GSM símann minn að mig minnir árið 1995 og ég man enn þegar ég sótti gripinn útá flugvöll… geðveikt. Þetta var forláta Motorola International 7500 sem var ansi mikil græja á þessum tíma. Ég átti hann í einhvern tíma en ég byrjaði snemma að flakka ört á milli símtækja og framleiðenda en fann samt aldrei síma var með öllum kostum sem mig langaði að hafa til staðar.

 

SF4600B_T.jpg

 

Ég hafði alltaf áhuga á snjallgræjum og minn fyrsti skipuleggjari var Casio SF-4600B sem var með meðan annars með contactlista, dagbók og var með heil 64KB í minni. Með þessum skipuleggjara átti ég fjölmarga síma sem ég man illa eftir en fyrsti síminn var allavega Motorola International 7500 og síðan í framhaldi af því símar eins og t.d. Nokia 3310, 5110

Ég kynntist Palm snjalltækjum fyrst hjá vini mínum og þetta var það sem mig vantaði í háskólann, góður skipuleggjari, hægt að glósa, tölvupóstur, internetið (í vængbrotinni mynd) og leikir. Besta var að ég lærði snemma að patch´a Palm forrit og var nokkuð stórtækur í því á sínum tíma (allt búið að fyrnast núna).
Palm tæki sem ég man eftir að hafa átt eru t.d.: Palm V, Palm Vx, Palm m515, Palm Tungsten C (sem ég á enn), Palm T5 (keypti þennan árið 2009 til að eiga í safninu) og síðan snjallsímana Palm Treo 600 og síðan 650.

Sorglegt en ég man enn eftir þegar ég vaknaði, hringdi inn með modemi, setti Palm í doccu til að hlaða niður pósti og greinum af fréttamiðlum. Síðan tók ég hann með í vinnu/skólann til að lesa enda ekkert Wifi og bara dýrt GPRS……..

 

Palm-Treo-650.jpg    Palm-Tungsten-C.jpg

Þannig að fyrsti snjallsíminn minn var sem sagt Palm Treo 600/650 en í þeim fékk ég allt það góða úr Palm heiminum, skipuleggjara, tölvupóst, netið, qwerty lyklaborð ásamt því að hann var með GSM. Stæðsti gallinn var að hann var ekki með WiFi og GPRS data var eins og áður segir mjög dýr á þessum tíma en fram að þessu hafði ég alltaf verið með tvö tæki, farsíma og síðan snjalltæki.

Þegar ég fékk mér fyrsta Nokia snjallsímann þá missti ég áhugan á Palm ásamt því að Palm var að dauða kominn á þessum tíma. Allur stuðningur og uppfærslur við PalmOS var mjög lélegt enda vissu allir að þeir ætluðu að leggja PalmOS niður og setja allt púður í WebOS sem klikkaði síðan eftirminnilega. Ég átti meðal annars Nokia E50, E61, E70 og síðast E71 ásamt því að prófa iPhone 3 og seinna iPhone 4s en náði aldrei að njóta iOS næginlega vel, kerfið hentar mér einfaldlega ekki.

Ég festist aldrei í neinum framleiðandi heldur notaði ég einfaldlega þau kerfi sem hentuðu mér best á þessum tíma. Ég prófaði líka nokkra Windows Phone í mjög stuttan tíma (WP5 og síðan WP6) og síðan ákvað ég að fá mér Samsung síma (i780 minnir mig) sem keyrði á WP6,5 en sú tilraun fór ekki vel enda síminn (HW/OS) mjög böggaður. Hefði átt að hringja viðvörunarbjöllur þegar ég sá að það fylgdu tvær rafhlöður með í kassanum.

 

Vinur minn fékk sér Android 1.6 síma og ég féll strax fyrir honum en ákvað að bíða aðeins því það voru enn töluverðir böggar í kerfinu og hann sagði mér að næsta version „væri málið“. Ég fór því úr Windows Mobile í Symbian aftur þegar ég fékk mér Nokia E71 en þaðan fór ég síðan yfir í Android þegar ég fékk mér HTC Desire og síðan Samsung Galaxy S2. Ég var og er enn mjög hrifinn af Android kerfinu og hversu mikið er hægt að sérstilla það með smá fikti en síðasti Android síminn minn (í bili) var HTC One X. Áður en ég fékk með One X þá prófaði ég reyndar Lumia 800 í nokkrar vikur en hann náði ekki að heilla mig.

Ég tel mig vera mjög vanan snjallsímanotanda (e. Power User) og HTC One X summar upp vandræðum sem við síma nördarnir getum lent í með Android. Þetta er í alla staði frábær sími og gerði allt sem ég þurfti (fyrir utan leiðinda hik í valmyndum) ásamt því að HTC lofaði Jelly Bean uppfærslu fljótlega. Þegar ég keypti hann þá var hann Flagskip HTC, settur á markaðinn til að keppa við Samsung Galaxy S3 sem var væntanlegur 1-2 mánuðum seinna. Mig langaði ekki í S3 því ég vissi að það myndu „allir“ fá sér svoleiðs. En til að gera langa sögu stutta þá setti HTC á markað nýtt flagskip sem heitir ONE X+ með Jelly Bean og það þýddi að Jelly Bean mun skila sér seint/illa/aldrei í One X.

Ég ákvað að gefast upp á Android í bili vegna þess að

  • Ég var orðin leiður á Android platforminum
  • Vill ekki root´a símann til að fá uppfærslur
  • Lítill stuðningur framleiðanda
  • Léleg samvirkni með innri kerfum í vinnunni
  • Litlir böggar og hik sem framleiðandi virtist ekki ætla að laga.
  • o.fl o.fl o.fl. o.fl

Eftir að hafa prófað Windows Mobile og síðan Windows Phone 7 þá var ég mjög skeptískur þegar Microsoft kynntu Windows Phone 8 til sögunar en ákvað samt fljótlega að fá mér eintak til að prófa, því ég var alltaf örlítið heitur fyrir Lumia 900 á sínum tíma. Ég fékk mér Nokia Lumia 920 og var ég algerlega í skýunum með tækið en hann hentaði mínum þörfum fullkomlega. Ég er búinn að flakka á milli símtækja síðustu mánuði en ég hef meðal annar prófað Nokia Lumia 520 – 530 – 620 – 720920 – 92593010201320, Sony Xperia Z1 og Z2, Moto G, HTC One M7 og M8, Galaxy S4 mini, Galaxy S5, Blackberry Z10 og Samsung Ativ S. Ég nota núna Nokia Lumia 1520 sem hentar minni notkun mjög vel.

 

image_thumb_17D811B3

 

 

Snjallsími samkvæmt minni skilgreiningu er tæki sem leysir dagleg verkefni mín eins og að halda utanum tölvupóst, dagbók, minnisblöð, tengiliði (með Exchange ActiveSync – EAS). Hann þarf líka að geta nota innri kerfi í vinnunni eins og SharePoint, CRM og tímastjórnunarkerfi en þetta get ég fyrst núna gert almennilega með Windows Phone 8. Ég keypti nokkrar viðbótarlausnir (apps) fyrir Android og iOS en þær voru einfaldlega ekki nógu góðar og sér í lagi þegar ég ber þær saman við Office pakkann sem fylgir með WP8 og SharePoint/OneDrive samþættingu sem er innbyggð í stýrikerfið.

WP8 er að auki „persónulegt stýrikerfi“ en það meina ég að með því að synca póstinn, tengiliði, Facebook o.s.frv. þá breytist heimaskjárinn og verður hann lifandi (með Live Tiles) og sýnir upplýsingar sem varða mig og þá sem tilheyra mér.

 

Ég horfði á þetta video áður en ég keypti hann og þetta seldi mér hugmyndina allavega algerlega  (18 mín)

 

Þetta hljómar kannski súrt og væmið en ég er hrifin af því að heimaskjárinn aðlagi sér að mér í stað þess að ég þurfi að eyða tíma til að aðlaga allt að mér (Android) eða geti “ekkert” aðlagað (iOS). .

Eftirá að hyggja get ég þá líklega sagt að í dag sé ég stoltur WP maður og verð það þangað til eitthvað annað betra kemur. Sem tækjanörd þá prófa ég samt allt sem kemur nýtt með opnum hug.. jafnvel þó það sé frá Apple   🙂

 

Hvað finnst þér?

6 athugasemdir

Haraldur Helgi 28/03/2013 - 14:33

Góð samantekt og skemmtileg þróun hjá þér.

Stórnotandi gæti verið gott orð yfir Power User. Svo sá ég einhversstaðar kraftnotandi skrifað.

Reply
Lappari 28/03/2013 - 15:23

Ég fór mjúku leiðina og sagðist vera “vanur snjallsímanotandi” 🙂

En takk fyrir mér fannst allavega gaman að taka þetta saman og átta mig á því hvað mikið maður hefur prófað…

Reply
Haraldur Helgi 28/03/2013 - 15:43

Hefuru reiknar nývirðið?

Reply
Lappari 28/03/2013 - 16:21

Nei ég er hamingjusamlega giftur og vill halda því þannig…

Vill helst ekki að konan viti hvað áhugamálið kostar

Reply
Gulli 31/03/2013 - 01:36

Góð grein. Gaman að skoða þessi gömlu tæki aftur. Ég átti glæran Palm III og man einmitt eftir því að synca Avant go til að fá helstu fréttirnar “on the go”. Þetta var snilldar græja og synd að Palm fyrirtækið sé dautt.

Reply
Lappari 11/10/2013 - 01:08

hehe vorum við ekki sannarlega á undan okkar samtíð?
Eða erum við bara svona gamlir Gulli?

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira