Heim MicrosoftWindows Mobile Herbergi og hópar

Herbergi og hópar

eftir Jón Ólafsson

Ég er fjölskyldumaður sem fagna hverju tækifæri sem gefst til þess að skipuleggja mig betur með hjálp snjallsímans.  Ég þekki vel hversu erfitt það getur verið að muna eftir læknatímum, söngstund í leikskólanum, fundum í skólum, afmælum o.s.frv. ef skipulagið er ekki gott.

Windows Phone App eða virkni vikunnar tekur vel á þessu atriði og býður upp á lausn sem gæti leyst þetta vandamál með stæl. Við ætlum að skoða herbergi (e. Rooms) sem er partur af People hub sem er innbyggt í Windows Phone 8.

Í mjög stuttu máli þá er hægt að búa til tvær tegundir rýmum eða herbergi og síðan hópa og má sjá mismunandi virkni hér að neðan.

Í lokuðu herbergi er hægt að samstilla:

  • Minnismiðar (OneNote innkaupalistar og aðrir minnismiðar)
  • Dagbók (Calendar)
  • Deila myndum og myndbönd
  • Hópsamtöl (einn á einn eða allir saman, SMS og tölvupóstur)
  • Fylgjast með virkni hjá aðilum í hóp á Facebook
  • Sérsniðnir bakrunnum sem hægt að vera velja af síma eða t.d. Facebook
  • Nýjum aðilum bætt við með SMS skilaboðum

Hópar gerir notenda mögulegt að fylgjast með og hafa samskipti við afmarkaðann hóp.

  • Hópsamtöl (einn á einn eða allir saman, flýtivísanir í SMS og tölvupóstur)
  • Fylgjast með virkni hjá aðilum í hóp á Facebook
  • Nýjum aðilum bætt við úr tengiliðaskrá

Einfalt er að búa til herbergi og hóp eftir þörfum (t.d. skólavinur, saumaklúbburinn o.s.frv.)

Ég var með tvo Windows Phone 8 síma og ákvað að prófa hvernig þetta gæti nýst fjölskyldunni. Fyrst var byrjað á því að opna tengiliði (People hub) og síðan dregið einu sinni frá vinstri til hægri á skjánum og þá vorum ég komnir í herbergin. Þar opnuði ég fjölskylduherbergið.

Uppsetning var einföld, en á fyrsta tækinu var smellt á bæta einhverjum við (invite someone). Þá var farið í tengiliði og nafn viðkomandi valið og smellt á senda. Viðkomandi fær þá SMS með tengli sem hann smellir á og þá eru þessir tveir aðilar orðnir meðlimir í fjölskylduherberginu.

Uppsetningaferlið tók undir 2 mínútur og þá gat fjölskyldan farið að skipuleggja sig og deila upplýsingum sín á milli í lokuðum hópi sem enginn hefur aðgang að nema þeim sem er boðið þar inn.

screen

 

Ég er mjög hrifin af hversu einfallt er að setja þjónustuna upp ásamt því hvað öll samvirkni á milli tækja var einföld og “bara virkaði”. Ég mæli með að Windows Phone 8 notendur prófi herbergin og það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta verður komið á top 10 af bestu kostum stýrikerfisins eftir smá notkun.

Athugið að full virkni er aðeins möguleg í Windows Phone 8 en hægt er að samnýta dagatal með Windows Phone 7, Android (með Hotmail appi) og iPhone notendum

 

Hér með sjá Youtube myndband frá Microsoft sem sýnir hvernig herbergi eru búin til:

Birtist fyrst á Simon.is

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira