Heim ÝmislegtGoogle Google vs Microsoft

Google vs Microsoft

eftir Jón Ólafsson

Stríðið á milli Google og annara tæknifyrirtækja virðist ætla að halda áfram og manni farið að hlakka til að opna Twitter og RSS strauminn á morgnana til að sjá hvað sé í gangi þann daginn. Í síðustu viku voru Google og Apple að taka á og núna virðast Google og Microsoft vera að færa sig upp á nýtt level.

Ég fór því aðeins að spá frekar í stríðinu á milli Google og Microsoft sem opinberlega byrjaði þegar Google gaf ut að þeir muni ekki lengur styðja EAS samskiptastaðla fyrir kúnnana sína. Þeir sem ekki hafa verið nettengdir síðustu mánuði geta lesið um þetta hér. Þessi ákvörðun skiptir mig það miklu máli að ég skráði mig inn í Gmail og setti áframsendingu á Outlook.com netfangið mitt og mun ég ekki snúa aftur fyrr en EAS verður orðið virkt. Reyndar mun ég líklega ekkert snúa aftur þar sem Outlook.com hentar mér mun betur sem Windows notandi. Ég hef heldur ekki mælt með Google Apps fyrir fyrirtæki síðan þetta gerðist. Að setja framsendingu á netfangið og færi gögnin mín af GDrive yfir á SkyDrive tók líklega samtals klukkutíma og er ekkert App sem ég sakna. Það sem Google gerir ókeypis með auglýsingum er líka ókeypis á Outlook/SkyDrive.

EAS stendur fyrir Exchange Active Sync og er gamall og rótgróinn staðall sem er almennt fyrsti og besti kostur hjá fyrirtækjum og Power-Users þegar kemur að synci á pósti, tengiliðum og dagbók svo eitthvað sé nefnt. EAS ýtir pósti og öðrum gögnum í rauntíma frá póstþjóni til notenda og eru samskiptin á milli alltaf tvívega og í rauntíma. Ef notenda til dæmis les póst í síma þá er hann merktur lesinn í Outlook hjá viðkomandi o.s.frv. Einnig er þetta mikið öryggi fyrir fyrirtæki því EAS gerir notendum kleift að formata símtæki beint úr vefpósti ef tækið týnist eða tölvudeildum beint af póstþjóni.

Meira um tölvupóst og EAS hér.

Nóg um það
Í mínum huga var Google alltaf þessu góðu Open-Source gaurar sem gáfu öllum aðgang að ókeypis lausnum og hönnuðu Android og gera það út sem open source. Núna finnst mér þeir vera farnir að rukka fyrir hluti sem voru ókeypis og þeir hafa um leið minnkað þjónustustigið mikið t.d. með lokun á vinsælum þjónustum eins og Google Reader sem er með milljónir notenda.

Google mun nota IMAP (opin staðall) fyrir tölvupóst og síðan að mér virðist tvo semi-opna/custom staðla fyrir dagbók (CalDAV) og Tengiliði (CardDAV) þeir eru allavega búnir að loka fyrir opin aðgang að API nema að viðkomandi sé samþykktur af Google.
Uppfært: Linkur vegna lokun á CalDEV API

Þannig hættir Google að styðja EAS á nýjum ókeypis notendum en styður þegar notendur nota (kaupa) Google Apps. Samhliða þessu gaf Google það út að þeir muni ekki gera Google Apps fyrir Windows Phone eins og þeir gera fyrir Android og iOS. Google lokaði meira að segja fyrir að Windows Phone notendur gætu opnað Gmail með vafra. Google neitaði að hafa lokað þessu en eftir mikil mótmæli virkaði þetta allt í einu eftir, Google hefur samt ekkert tjáð sig um þetta. Einnig er vefviðmótið sem Windows Phone fá í vafra mun lakara en t.d. Android og iOS notendur.

Windows Phone 8 er með frábæran EAS stuðning og þessi ákvörðun Google lokar í raun og veru á að notendur sem vilja nota Google Apps/mail noti Windows Phone. Þetta minnir mikið á sögusagnir af gömlu evil empire sem margir hafa tengt við Microsoft en Google hafa sannarlega tekið við keflinu af Microsoft síðustu árin.

Microsoft eru svo sem ekki alveg saklausir eins og sýndi sig þegar nýjasta Office kom (2013/365) en þar stóð í EULA að það mætti ekki færa leyfið á milli tölvna. Sem segir að ef tölvan bilar þá þarftu að kaupa nýtt Office. Það var mikið mótmælt og Microsoft breytti þessu þannig að þú getur fært Office á milli tölvna sem er hið nýja Microsoft….

 

Það er búið að mótmæla mikið við Google en þeim virðist vera alveg sama.

Svar Microsoft vegna EAS virðist vera að sjást þessa dagana en í nýuppfærðum útgáfum af Mail, People og Calendar þá er ekki gert ráð fyrir CalDAV eða CardDAV. Þetta þýðir að Google notendur sem eru með Windows 8 geta sótt Gmail tölvupóstinn í Windows 8 Mail Appi en ekki sótt tengiliði eða viðburði af Google Calendar. Þetta virðist vera meðvitað lokað hjá Microsoft en ég er með gamallt Gmail sem ég prófaði og Mail bauð ekki uppá EAS þó svo að Google segist styðja það á gömlum notendum, appið fór beint í IMAP sem er nokkuð kalt af Microsoft að gera.

Hér er yfirlýsing frá talsmanni Microsoft vegna þessa

In light of Google’s decision to change its support for EAS, we are now using IMAP for those customers that wish to connect their Gmail accounts. More information on how to synchronize Google services on your Windows or Windows RT device is available here.

Það er erfitt að lesa neitt annað útúr þessu en að þetta er svar Microsoft við ákvörðun Google um að styðja ekki EAS. Þetta hlítur að skipta Google miklu máli þar sem rúmlega 92% tölvunotenda nota Windows stýrikerfi og þar sem að Google býður ekki uppá neitt “sérstakt” þá sé ég ekki að fólk skipti um platform bara til þess að nota Gappz.

 

Verður athyglivert að sjá hvernig hvað Google gerir.

  1. Bíða þetta af sér og vona að notendur kaupi ekki Windows 8 vélar/uppfærslur heldur fái sér ChromeBook. Google er t.d. að selja ChromeBook á $1500 sem þýðir ca 320.000 heimkomið m/vsk
  2. Vona að notendur Gappz færi sig ekki yfir á outlook.com
  3. Endurskoða lokun á EAS (og á móti opni Microsoft fyrir Google í Windows 8)
  4. Gera Google Apps fyrir Windows 8 (og mögulega Windows Phone 8)

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

7 athugasemdir

Matti 30/03/2013 - 13:01

Þú snýrð öllu á haus!

Caldav er opinn standard: http://en.wikipedia.org/wiki/CalDAV
CardDav er opinn standard: http://en.wikipedia.org/wiki/CardDAV
EAS er lokað og þarf licence frá Microsoft (það þarf að borga fyrir það): http://en.wikipedia.org/wiki/Exchange_ActiveSync#Licensing

Vandinn er sá að MS notar ekki opna staðla heldur sína eigin – og vill rukka aðra fyrir að nota þá.

Sjá þessa grein: http://www.osnews.com/story/26620/Microsoft_responds_to_Google_s_EAS_move_sidesteps_issue

Reply
Lappari 30/03/2013 - 13:19

Góður og takk fyrir innlitið…. held að þú sért að túlka eitthvað sem ég skrifa ekki

Vita allir að EAS er lokað enda segi ég ekki að EAS sé ókeypis, vita allir að Microsoft er fyrirtæki sem selur sína vöru.

Google er aftur önnur saga, notar opna staðla Caldav og CardDav og lokar síðan aðgang að API sem er ansi fjarri skilgreiningunni Open Source að mínu mati.
upplýsingar hér t.d. : http://googleblog.blogspot.co.uk/2013/03/a-second-spring-of-cleaning.html

Reply
Matti 30/03/2013 - 13:49

Þú sagðir: “tvo semi-opna/custom staðla” en þessir staðlar eru alveg opnir og hver sem er getur notað þá án þess að borga nokkur fyrirtæki krónu, það er ekkert “custom” við það hvernig Google notar þá að því ég fæ séð. Það sama gildir ekki um EAS.

Googla loka á ókeypis aðgang að EAS vegna þess að þeir þurfa að borga MS fyrir EAS. Ef þú notar EAS ertu semsagt að borga MS óbeint.

Þessi “lokun” á aðgangi að API er ekki meiri en svo að þú sækir einfaldlega um aðgang skv. síðunni sem þú vísaðir á. Annars bjóða þeir upp á annan galopinn apa. Hvernig virkar þetta hjá MS?

Reply
Lappari 30/03/2013 - 14:21

Eftir því sem ég best veit þá er Google ekki að nota Exchange þjóna og borgar því varla per device/user.
Google notar enn EAS fyrir ókeypis notendur (sem skráðu sig fyrir 15 jan minnir mig), ríkisstofnanir, skóla og kúnna sem borga fyrir Google Apps.
Google er ekki að fjarlægja EAS úr Android (eftir því sem ég best veit) og er þetta því furðuleg framkoma við nýja Google Mail notendur.. gamlir notendur, stofnanir og þeir sem borga fá push aðrir ekki..

Staðlapælingar hjá þér/mér eru aukaatriði og ég sé ekki tilganginn að bera þá saman því EAS er ekki open-source og það vita allir.. Var aðallega að benda á hvað EAS stendur fyrir sem er Push email/notification og remte wipe… ef það er ekki EAS þá þarf app til að fá push (semi) og notification og Google gerir app fyrir Android og iOS en ekki Windows Phone og er þessu því beint að Windows Phone.. það sjá allir sem vilja..

Reyndar ef staðall er opin ætti devs ekki að vera whitelistaður af Google til að nota API.. eða hvað ??
Er þetta í lagi afþví að Google gerir þetta 🙂

Aðalmálið í þessum pælingum mínum sem ætti að blasa við
1) Skert þjónusta hjá Google við kúnnana sína.
2) Tilgangurinn að koma hökki á WP en það bitnar á kúnnum (okkur)
3) MS svarar með að virkja ekki CalDAV/CardDAV á Win8 og það bitnar á kúnnum (okkur)

MS varð að svara fyrir sig og það verður áhugavert að sjá næstu skref…
Hvað heldur þú að gerist.. semja Google og MS eða verður þetta svona áfram ?

Reply
Lappari 30/03/2013 - 14:44

Það átta sig vonandi allir á að Proprietary API er ekki = Open Source
http://www.zdnet.com/google-do-what-you-want-with-reader-but-dont-kill-caldav-7000012628/

Reply
Gulli 31/03/2013 - 01:15

Ég held að google notendur haldi áfram að nota gapz í browser eins og þeir hafa gert hingað til. og haldi sig við það platform sem hentar þeim, windows, Mac, linux etc. Í mobile snjalltækjum er stuðningurinn til fyrirmyndar nema á Windows Phone og RT. Það er slæmt fyrir Microsoft en bitnar lítið á Google.

En varðandi EAS þá skil ég vel að Google vilji ekki vera háðir Microsoft með afhendingu á pósti (hvort sem þeir borga licence eða ekki). Ef Microsoft vill ekki styðja opna staðla sem allir aðrir styðja þá er það þeirra mál.

Reply
Lappari 31/03/2013 - 01:54

Já ég er sammála, eða færi sig bara í Outlook.com… 🙂
Sé ekki að fyrirtæki/einstaklingar skipti um OS platform þó svo að Google Apps virki ekki í mail, calendar og contacts öppum í Win8. Er samt hamlandi að vinna allt í vafra en þannig er það í dag. Með EAS þá gæti ég verið með Gmail push í Windows 8 ásamt því að tengiliðir og Google calendar syncist í rauntíma en ég nota Outlook.com og það virkar fullkomlega með Windows 8 eins og við má búast… eins og Google apps virkar fumlaust í ChromeOS (og osX).

Mobile stuðningur hjá Google er frábær fyrir Andoid og iOS en þar með endar hann. Hann er ekki til staðar fyrir Windows 8, RT eða Phone og er greinilegt að þeir treysta á hollustu viðskiptavina sína og hafa því tekið þennan dans á móti Microsoft. Ég næ bara ekki uppí að fyrirtæki sem selur skýservice skuli taka einhliða ákvörðum um að styðja ekki Windows platformið. Windows Phone get ég skilið enda lítill platform, RT kæmi sjálfkrafa með Win8 og því furðulegt vegna þess að Windows er með markaðsráðandi OS stöðu og því flestir viðskiptavina Google þar.

Flest fyrirtæki sem ég veit um og nota Gappzl eru þar bara með póst og stundum tengiliði í skýinu og nota siðan Office pakkan. Póstinn er hægt að færa með export/import í Outlook.com og nokkrum breytingum á DNS.

Sama hvar menn standa í þessu þá má ekki gleyma að Google droppaði EAS stuðuningi afþví að þeir vildi ekki nota lokaðan staðal sem EAS sannarlega er (óumdeilanlegt)… Við viljum Open Source sagði Google ýtrekað opinberlega en 2-3 mánuðum seinna þá færðu þeir CalDAV á lokaðan API (Proprietary API) sem er ekki undir neinum kringumstæðum Open Source… yfirlýsingar Google meika því ekki sense

Ég er sammála aðgerðum Microsoft í dag… þeir eru með þjónsutu í samkeppni við Google og afhverju ætti MS að styðja Google platformið meðan Google styður ekki Windows…. endar líklega í gagnkvæmu samkomulagi og allir verða vinir eftir það…

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira