Í gær var birtur smá pistill á Simon sem heitir “Geymslupláss – Windows vs. Apple” sem hefur kostað útskýringar og frekari pælingar hjá mér. Mér fannst ég ekki geta haft þennan pistill á Símon ýtarlegri því hann teygir sig að þolmörkum þess sem Simon fjallar venjulega út. Ég vildi einnig þar, sem og hér halda mig við samanburð á aðferðum Microsoft og Apple án þess að fara dýpra í fræðin.
Hér mun ég bara skoða stærðarútreikninga án þess að bera saman Macbook Air og Surface til þess að einfalda málin. Pistlarnir eru ekki skot á Apple eða Microsoft heldur tilraun til að útskýra mismunandi aðferðir þessara fyrirtækja við að sýna sama hlutinn.
Windows notar binary (base 2) framsetningu þar sem 1 GB er samtals 1.073.741.824 bytes
Apple notar decimal (base 10) framsetningu þar sem 1 GB er samtals 1.000.000.000 bytes
Þannig er hægt að segja að 1.000 Bytes séu sýnd sem 1 GB hjá Apple en bara 0.93 GB í Windows. Vitanlega eru kerfin að sýna sama tóma plássið, bara á misjafnan hátt.
Svona er þetta þá reiknað með raunverulegum 1 TB disk (sjá skjámyndir hér að neðan).
Til að staðfesta dæmið þá þarf að tengja nýjan 1 TB flakkara við Apple Macbook Air og Windows 8 tölvu.
Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro umfjöllun
Apple
Til þess að staðfesta þetta þá er 1 TB (1.000.204.886.016 Bytes) flakkari tengdur við Apple tölvu en þá sést að það eru 999.86 GB laust eftir að diskurinn hefur verið formataður.
Þetta hljómar nokkuð eðlilega enda stendur á flakkaranum að hann er 1 TB. Apple fór að nota þessa aðferð (base10) í Ágúst 2009 með tilkomu Snow Leopard 10.6 en eins og sést hér þá notaði Apple base 2 eins og Windows gerir fram að því.
Windows
Til þess að staðfesta aðferðafræðina þá er sami flakkari er tengdur við Windows tölvu. Á myndinni hér að neðan þá kemur klárlega í ljós að Windows notar binary (base2) við framsetningu stærða. Diskurinn er sýndur 931,51 GB sem er í samræmi við töflu hér að ofan.
Hvaða fróðleik er hægt að draga af þessu ?
Ég ætla ekki verið að leggja dóm á hvor aðferðin (Binary eða Decimal) sé réttari eða betri. Hægt er að breyta Apple stærðum í Base 2 (líta út fyrir að vera minni) eða breyta Windows stærðum í Base 10 (líta út fyrir að vera stærri).
Báðar aðferðirnar eru jafn réttar en mikilvægt að muna að það er ekki hægt að bera þær saman án umreikninga. Í næsta pistli geri ég tilraun til þess að skoða þetta á Surface Pro og Apple Macbook Air.
Myndir og tölfræði í báðum pistlum eru birt með góðfúslegu leyfi frá Ed Bott og ZDNet
1 athugasemd
Tú væd mann!