Heim MicrosoftWindows Mobile Samvirkni við Facebook

Samvirkni við Facebook

eftir Jón Ólafsson

Það er innbyggð samstillingarvirkni við Facebook í Windows Phone sem hægt er nota án þess að sækja og setja upp sérstakt Facebook forrit. Þetta getur verið þægilegt að mörgu leiti en sumir vilja losna við þetta og hér að neðan er sýnt hvernig öll samvirkni er stoppuð eða bara við tengiliði og/eða dagbók. Ef notandi er með Google sett upp eftir þessum leiðbeiningum þá er hægt að slökkva/kveikja á Google samvirkni á tengiliðum og dagbók líka.

Til að stoppa alla samstillingu

  1. Veldu Settings
  2. Veldu Email+Accounts
  3. Veldu og haltu inni Facebook og veldu Delete

 

Til að stoppa samstillingu við tengiliði (halda annari virkni)

  1. Opnaðu tengiliði (People)
  2. Smelltu neðst til hægri og síðan Settings
  3. Veldu “Filter my contact list”
  4. Taktu hakið úr Facebook og smelltu á Done
tengilidir
Hvaðan viltu samstilla tengiliði?

 

Til að stoppa samstillingu við dagbók (halda annari virkni)

  1. Opnaðu dagbók (Calendar)
  2. Smelltu neðst til hægri og síðan Settings
  3. Slökktu á þeim dagbókum sem þú vilt ekki nota.
WP_DAG
Hvaðan viltu samstilla dagbækur?

 

Svona getur þú stillt hvernig þú samstillir Facebook við Windows Phone símann þinn

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira