Heim Ýmislegt Toshiba Folio 100 Tablet frá Tölvulistanum

Toshiba Folio 100 Tablet frá Tölvulistanum

eftir Jón Ólafsson

 

Þeir sem þekkja mig vita að ég er illa haldinn af tækjadellu og undanfarið hef ég verið að leita mér að tablet til að leika mér í, til að lesa e-bækur, vafra á netinu, twitta eða til að fylgjast með á Facebook. Íslenska orðið fyrir tablet er víst spjaldtölva en ég hef ekki enn vanist því.

Ég hef notað/prófað iPad og iPod Touch frá Apple og er alls ekki hrifinn af því hversu takmörkuð þessi tæki eru og þó svo að App store sé vissulega með fullt af hugbúnaði þá vantar mikið þar inn. Einnig þoli ég ekki hversu lítið er hægt að fikta/hakka iPadinn.

Þar sem Android er Linuxbased Open-Source þá hafa menn verið að taka núverandi útgáfur og opna þær (hakka) til að auka notagildi eða jafnvel gefið út ROM með nýrri útgáfum af Android til að setja inn á tæki. Þetta eykur notagildið umtalsvert og um leið lagar bögga sem eru í eldri útgáfum. Vegna þessa vel ég mér Android tæki / Sorry fanboys

Hér á Íslandi eru svo sem ekki margir sem selja almennileg tablet en valið hjá mér stoð á milli Mobii Tegra 10 frá Tölvutek og Toshiba Folio 100 frá Tölvulistanum. Báðar vélarnar keyra á Tegra 250 örgjafanum sem er 1Ghz og ræður vel við multimedia spilun via HDMI en þær eru báðar með HDMI útgangi.

Ég ákvað að velja mér Toshiba Folio 100 frá Tölvulistanum og þá helst vegna þetta að þessi græja er með innbyggðum 16Gb flash harðdisk og styður 32Gb auka disk með SD korti meðan Mobii er með 512Mb (512Mb DDR2 og 512Mb NAND) flash disk og styður 32Gb auka disk með SD korti. Einnig fannst mér build quality á Toshiba vélinni vera betra og véin almennt sterkari.

Með Toshiba Folio 100 frá Tölvulistanum er hér að fá fullt af aukahlutum eins og hlifar, dokkkur og lyklaborð, sjá hér

Meiri fréttir síðar

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira