Eins og hef sagt frá hér og hér þá fór ég í Tölvulistann og fékk mér Toshiba Folio 100 spjaldtölvu en vegna takmarka frá Toshiba í stock ROM þá ákvað ég að RooT´a græjuna og setja upp aðra útgáfu af Android.
Allir þakkir eiga að beinast til þeirra sem eiga það skilið á XDA Development forum en ég geri ekkert annað en að íslenska það sem ég gerði og safna saman how-to úr 2-3 how-to´s sem ég fann á XDA
Þeir sem hafa byrjað á Toshiba ROM og uppfært það eins og ég gerði lenda í vesenni með að keyra custom ROM því uppfærsla 2.2.5.0.131 lokar á möguleikan á því að nota custom ROM en létt er að komast hjá þessu með því að nota fastboot við að installa ROM
Ég er reyndar þeirra skoðunar að eftir að hafa prófað fastboot þá mun ég nota það í framtíðinni en þetta er mjög nálægt því að vera eins einfalt og Rom Manager í Desire en Rom Manager er ekki enn tilbúinn fyrir Folio 100.
DISCLAIMER
Ef þér dettur í hug að framkvæma eitthvað af því sem kemur hér á eftir þá er það alfarið á ÞÍNA ÁBYRGÐ… allt tjón sem má rekja til þessara leiðbeininga er á ykkar ábyrgð ÉKKI MÍNA
Jæja þá er þetta búið
Að fá nýtt ROM sem er opið skiptist í tvö skref.. ROOTing og síðan Installa Custom ROM
Rooting er aðgerð sem þarf að gera einu sinni og er hægt að unROOT græju aftur
Hvað þarf til að ROOT græjuna ?
- Eins og alltaf þarf að vera installaður driver fyrir usb > tablet samskipti
- SuperOneClick 1.8 frá Shortfuse
Hvernig ROOTar þú Toshiba Folio 100
- Tengir Folio 100 með USB snúru við PC og passar þig á að mounta ekki drif
- Ferð í Settings > Applications > Development og hakar í USB debugging
- Opnar SuperOneClick
- Smellir á Driver Check
- Smellir á Root og fylgir leiðbeiningum í forriti
- Endurræsir Tablet
Spjaldtölva er nú ólæst og hægt að setja upp custom ROM o.s.frv.
Hvað þarf fyrir Fastboot patching ?
- USB driver sjá að ofan
- Sækja Android SDK (ég nota Android-sdk_r10-windows) og setja í c:\android\sdk\
- Fara í platform-tools og copy AdbWinApi.dll og AdbWinUsbApi.dll
- Paste þessa drivera í ..\tools möppuna.
- Sækja ROM sem þú ætlar að setja upp en ég er að prófa FolioMod V1.4 eins og er
Þá ertu með allt sem þig vantar
Hvernig uppfærir þú ROM með Fastboot ?
- Afþjappar ROM í c:\rom\
- Afþjappar update.zip c:\rom\update\
- Slökkva á tækinu og tengja USB snúru milli tablet og PC
- Kveikja > um leið og tablet víbrar > smella 3 x power og síðan volume +
- Þá sérðu tablet fara í fastboot ham
- Opna CMD á PC og fara í c:\android\sdk\tools
- Slá inn fastboot og á enterSíðan eru það bara þessar 4 línur
- fastboot flash linux c:\rom\update\boot.img
- fastboot flash recovery c:\rom\update\recovery.img
- fastboot flash system c:\rom\update\sytem.img -w
- fastboot reboot
Þá endurræsir Toshiba Folio 100 sig og eftir 2-3 mín ertu kominn með “betra” stýrikerfi með Android Market sem gefur þér aðgang að þúsundum ókeypis forrita og losnar við læsingar frá Toshiba.
Eins og fyrr segir er Fastboot það fljótleg leið til að ROOTa Android græjur og þar sem ég er nú með þetta altt installað þá tekur ekki nema ca 2-3 að skipta út stýrikerfinu næst…
Nú er bara að finna HoneyComb
Meira seinna