Heim Ýmislegt Hvernig er svo Toshiba Folio 100

Hvernig er svo Toshiba Folio 100

eftir Jón Ólafsson

 

Ég skil ágætlega afhverju Tölvulistinn ákvað að taka inn Toshiba Folio 100 til sölu en ásamt því að vera vel búinn vélbúnaðarlega þá er hönnun og frágangur til fyrirmyndar og vélin nokkuð sterkbyggð. Það er ekki svona „plastfeel“ þegar þú handleikur hana, skjárinn bjartur og vel gengið frá tengi fyrir heyrnartól, HDMI, USB (client og host) en eina athugasemdin sem ég hef er að það séu ekki hardware takkar en Toshiba ákvað að nota snertitakka á Folio 100. Hef lent í því að þeir svari ekki of vel á stock rom og einu sinni hef ég þurft að endurræsa þegar ég var kominn í einhverja vitleysu.

Eins og góður notandi þá uppfærði ég tablet með öllum stock uppfærslum frá Toshiba en það er einfalt forrit á græjunni sem gerir þetta yfir WiFi en ég fann svo sem ekki mun á vélinni eftir þetta. Reyndar kom uppfærsla 10 á Opera (ekki opera thin-client via opera proxy eins og á iOs) og er þessi varfi mjög merkilegur og góð viðbót fyrir notendur lófatækja….  it´s a keeper

Þegar þú kaupir þér tablet (eða annað Android tæki) þá færðu vissa útgáfu af Android sem er almennt kallað Stock ROM en á Toshiba Folio 100 frá Tölvulistanum þá var Android 2.2.

Þó svo að Folio 100 sé í raun tilbúið til notkunar nýtt þá vita allir sem notað hafa Android að þessar læstu útgáfur frá framleiðanda eru mjög hamlandi (crippleware) og sem dæmi er ekki hægt að installa forritum nema um  Toshiba market sem er með mjög takmörkuðu framboði af forritum… er svona svipað frelsi og Apple notendur hafa með Apple Store.

Eins og ég sagði í síðasta pósti þá fékk ég mér Toshiba Folio 100 tablet frá Tölvulistanum til að leika mér að og þó að ég sé enn á stock ROM þá er ég nokkuð sáttur. Vélin er nokkuð spræk en gallinn er að Toshiba market býður ekki uppá almennileg forrit. Ég vill t.d. velja hvaða forrit ég nota á Twitter, Facebook o.s.frv. ásamt því að e-book reader forrit sem kemur með er mjög takmarkað en þetta er tilvalin græja til að leysa af Sony PRS-600 ebókar lesarann minn.

Þar sem Tölvulistinn má líklega ekki útbúa how-to hack a tablet guide, þá ákvað ég að skoða málið betur og sjóða saman how-to sjálfur.

Of to the XDA forums   Smile

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira