Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Kürbis BT frá Thonet & Vander

Kürbis BT frá Thonet & Vander

eftir Jón Ólafsson

Ég er búinn að vera að leita að hentugum hátölurum inn til táningsins í nokkur tíma og prófað ýmislegt sem annað hvort ég eða hún höfum ekki verið alveg sátt við. Loksins og er kominn niðurstaða og hún kom úr átt sem ég hafði ekki séð fyrir mér.

 

Ég fann það sem ég leitaði að í Tölvutek en það verður að segjast eins og er að ég hugsaði ekki fyrst til þeirra þegar leit að hátölurum stendur yfir. Tölvutek er með ansi gott úrval af hátölurum og kom það mér vel á óvart.

Ég lagðist í nokkra rannsóknarvinnu yfir merkinu Thonet & Vanders enda þekkti ég það ekki. Allt leit vel út sem ég fann á netinu og því ekkert annað að gera en að prófa þá.

 

Hér er hægt að sjá upplýsingar um Kürbis Bt frá Thonet & Vander en settið fæst í öllum verslunum Tölvutek og er listaverð 29.900 kr. m/vsk.

 

KurbisBT_5

 

 

Hvað er þetta og hvað er í kassanum?

Kürbis BT samanstendur af tveimur Bluetooth hátölurum sem spilar tónlist af öllum Bluetooth tækjum, hvort sem það eru símar, spjald- eða venjulegar tölvur. Réttar að segja þá er annar hátalinn með tengingum og Bluetooth móttakara og innbyggðum magnara sem er síðan tengdur við annað stakann hátalara með 2 metra snúru.

Í kassanum eru tveir hátalarar, allar snúrur og leiðarvísi með upplýsingum um tækið og uppsetningu.

 

Hönnun

Hátalarnir eru litlir og nettir miðað við hljómburð og greinilegt að þetta er vönduð vara. Þeir eru látlausir og stílhreinir að sjá og líta nokkuð hefðbundið út sem mér líkar vel við. Á framhlið þeirra er svört tauhlíf sem hlífir tveimur stökum hátölurum sem þar eru. Bassakeilan er 2,5″ og sér hún um miðju og lágtónna og er þar einnig nákvæmur 1″ tweeter sem sér um hátóna.

 

KurbisBT_2

 

Þó svo að þetta séu Bluetooth hátalarar þá verður seint sagt að þetta séu KurbisBT_1 ferðahátalarar eins og Bose og Sony settin sem við prófuðum nýlega eru. Þessir eru þó nokkuð léttir og meðfærilegir ef út í það er farið en ekki ferðahátalarar.

 

Stærðir
Hæð: 27.6 cm
Breidd: 18.1 cm
Dýpt: 22.2 cm

Annar hátalinn er eins og fyrr segir með innbyggðum magnara ásamt því að á annari hliðinni er sjálft stjórnborðið fyrir þá en þar er hækka/lækka takki ásamt sér taka fyrir há og látíðni (bass/treable). Þar er einnig Bluetooth gaumljós sem gefur til kynna hvort þeir eru tengdir við Bluetooth tæki eða ekki.

 

 

Á bakhlið eru tvö tengi, annað er RCA og hitt er 3.5mm inngangur fyrir t.d. MP3 spilara þannig að notendur ætti að geta tengd flest allt sem þeim dettur í hug við þessa hátalara. Hátalarar standa á sterklegum plastpúðum gerir það að verkum að hátalarar standa stöðugir á borði og renna ekki auðveldlega til.

 

KurbisBT_7

 

Uppsetning

Uppsetning á Kürbis BT var mjög einföld en ég einfaldlega kveikti á hátalaranum og við það er hátalarinn sýnilegur í 30 sekúndur og símtækið, spjald og fartölvan fundu hann um leið. Pörunn gekk yfirleitt vandræðalaust en ég prófaði það á iPhone, Android og á Windows Phone ásamt því að prófa á tveimur PC vélum og einni iMac. Það þarf ekki að setja neitt PIN númer inn við pörun og þetta ferli því algerlega vandræðalaust.

Bluetooth tæki duga yfirleitt ágætlega í allt að 10 metrum og var það einnig raunin með Kürbis BT, afspilun var vandræðalaus í 9-10 metra fjarlægð áður en samband rofnaði milli hátalara og spilara.

 

Hljómburður

Kürbis BT er núna staðsettur inni hjá tánningnum og fær því að finna aðeins fyrir því en ég get fullyrt að þolinmæði mín þrýtur löngu áður en hátalarnir eru komnir að þolmörkum. Þessir hátalarar hafa komið mér mikið á óvart, þeir eru frekar litlir með þeim takmörkunum sem því fylgir en hljómburður er góður og sér í lagi líkaði mér við mjúkann og nákvæman bassahljóm.

Ég var búinn að vera með þá á skrifborðinu tengda með snúru við tölvuna í nokkur tíma og má segja að þeir hafi aldrei valdið mér vonbrigðum og réðu með stæl við allt sem ég prófaði í þeim.

Við lágan styrk hafði ég gaman af því að hækka vel í bass/tre og þegar hækkað var vel í þeim þá kom á óvart hversu nákvæmir þeir eru og tærir. Uppgefið tónsvið er 50Hz og upp í 20KHZ en Kürbis BT eru uppgefnir sem 50 Watts RMS.

 

KurbisBT_8

 

Tweeter er gerður úr hágæða silki sem er nokkuð einstakt í þessum verðflokki og virðist skila sér í mjög nákvæmum og öflugum tweeter.

Silk is one of the strongest natural fibers. Unlike synthetic fibers, it has a soft, smooth and stress-resistant texture. Its firmness and sensitivity allows high performance, yield and quality in the reproduction of treble. That´s why this noble material is used in the tweeters of our classic 2.0 and Hi- End line.

 

Bassakeila er 5.25″ stór og gerður úr sérstöku efni sem kallast aramid fiber og skilaði sér í mjúkum og djúpum bassa við minni tónstyrkt og er næginlega öflugur til að skila sínu þegar hækkað er vel í þeim.

Aramid fiber is a synthetic, firm and light fiber. It is an organic material of high performance due to its outstanding thermal and mechanical resistance, it is characterized by being resistant to shocks, light and moisture. Usually this material is used in the aerospace, textile and security industries due to its rigidity and its ultra slim weight. We use it to develop the woofers from our classic 2.0 and hi End line.

 

 

Niðurstaða

Eins og komið hefur fram þá komu þessir hátalarar mér mikið á óvart og er ég í skýunum með þá. Bæði er þeir hljómmiklir, með Bluetooth ásamt því að hægt er að tengja þá við hvaða tæki sem er með RCA og með 3.5mm jack. Þeir eru vel smíðaður, massívir og gæðin skína í gegn þegar hátalarnir eru handleiknir.

Vitanlega eru þeir ekki alveg gefinns en miðað við annað sem ég skoðaði þá virðast þessir vera mjög góð kaup. Því get ég hiklaust mælt með þessum hátölurum ef þig vilt mjög góða, netta og vel hljómandi hátalaran með Bluetooth möguleika.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira